Íslandssól
Í kvöld var síðasta lausa kvöldið mitt hér í Granada (að því gefnu að ég láti ekki lokkast út annaðu kvöld, sem er svosem alveg líklegt), ég drakk allt sem ég hef lagt í vana minn að drekka hér, fór á alla barina mína, sá flamencoshow, borðaði sveitt kebab og klökknaði tvisvar. Besta stund kvöldsins var þó þegar ég kvaddi einn vin minn hér og hann sagði: "Ha sido un placer conocerte, eres un sol de chica". Þetta var það fallegasta sem nokkur hefur sagt við mig í langan tíma.
9 Comments:
Við hin erum missterk í spánverjatungu.
beint þýtt: "það hefur verið ánægja að kynnast þér, þú ert sól af stelpu"
saidi saidi klariii!!
hlakka mjög mikið til að sjá þig hérna um helgina skat!
Hahaha! Vá, þessi kann að hrósa! Vildi að ég væri svona mælskur.
Drífðu þig nú heim á klakann, ég sakna þín lúðinn þinn.
ég get ekki beðið eftir að sjá þig. ég hef svo ótalmargt skrítið að segja þér. og þú kannski eitthvað skemmtilegt að segja mér líka.
Já, til hamingju með hrósið!
Kannski rekst ég á þig í jólafríinu og fæ að heyra ferðasöguna, hver veit.
Aaaawwww....
nú er komið hálft ár og ég er ennþá að kíkja hingað inn í von um að þetta lifni við
Skrifa ummæli
<< Home