föstudagur, desember 14, 2007

Íslandssól

Í kvöld var síðasta lausa kvöldið mitt hér í Granada (að því gefnu að ég láti ekki lokkast út annaðu kvöld, sem er svosem alveg líklegt), ég drakk allt sem ég hef lagt í vana minn að drekka hér, fór á alla barina mína, sá flamencoshow, borðaði sveitt kebab og klökknaði tvisvar. Besta stund kvöldsins var þó þegar ég kvaddi einn vin minn hér og hann sagði: "Ha sido un placer conocerte, eres un sol de chica". Þetta var það fallegasta sem nokkur hefur sagt við mig í langan tíma.

9 Comments:

At 9:58 f.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Við hin erum missterk í spánverjatungu.

 
At 10:35 f.h., Blogger Klara said...

beint þýtt: "það hefur verið ánægja að kynnast þér, þú ert sól af stelpu"

 
At 10:58 f.h., Blogger Sandra said...

saidi saidi klariii!!

hlakka mjög mikið til að sjá þig hérna um helgina skat!

 
At 2:36 e.h., Blogger Þorsteinn said...

Hahaha! Vá, þessi kann að hrósa! Vildi að ég væri svona mælskur.

 
At 3:18 e.h., Blogger Anna Margrét said...

Drífðu þig nú heim á klakann, ég sakna þín lúðinn þinn.

 
At 4:29 f.h., Blogger birta said...

ég get ekki beðið eftir að sjá þig. ég hef svo ótalmargt skrítið að segja þér. og þú kannski eitthvað skemmtilegt að segja mér líka.

 
At 3:55 f.h., Blogger Doddi said...

Já, til hamingju með hrósið!

Kannski rekst ég á þig í jólafríinu og fæ að heyra ferðasöguna, hver veit.

 
At 2:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Aaaawwww....

 
At 12:35 e.h., Blogger Sandra said...

nú er komið hálft ár og ég er ennþá að kíkja hingað inn í von um að þetta lifni við

 

Skrifa ummæli

<< Home

|