sunnudagur, desember 28, 2003

Two naked chicks in a waterfight

Ég vil nota þetta tækifæri til að lýsa undrun minni á nýjasta Skítamórals-myndbandinu. Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég ekki hafa séð þennan hrylling en þar sem ég var með gubbupest lá ég uppi í sófa allan gærdaginn og glápti á sjónvarpið og las bækur. Ég var sumsé að horfa á sjónvarpið þegar þetta myndband kom í gang. Ég rétt náði að horfa á fyrstu 20 sekúndurnar þar sem ógleðin ágerðist bara við að hlusta á svona lélega tónlist. Svo skipti ég um stöð. Það sem ég hinsvegar náði að sjá var eftirfarandi: Fyrstu taktarnir eru að byrja, með tilheyrandi mmm yeah hljóðum frá söngvaranum. Gella er að klæða sig í karatebúning. Það er sosum gott og blessað. Greinilega einhver viðleitni til að sýna hinn sterka kvenmann hjá þeim. Bara gaman, hallærislegt, en gaman. Hinsvegar er stelpan svo mikið máluð, með svo vel snyrtar og langar neglur og svo gífurlega plokkaðar augabrúnir að effektinn verður minna "sterk kona" og meira "vændiskona í roleplay". Eftir þetta var tónlistin farin að ofbjóða mér svo mikið, enda er ég lítill Skímó-aðdáandi að ég skipti um stöð.
Stuttu síðar ákveð ég að blogga um þetta málefni. Þar sem þessar fyrstu 20 sekúndur eru frekar þunnur þrettándi, og það væri fordómafullt af mér að skammast út í allt myndbandið byggt á þeim sekúndum, verð ég víst að horfa á allt myndbandið. Það gerði ég í morgun.
Karategellan, jújú, mætt á svæðið, tekur nokkra kýl-út-í-loftið takta.... En svo hefst gamanið. Gellan klæðir sig úr karategallanum. Undir leynast nokkuð siðsamleg nærföt, allt innan velsæmismarka. Svo fer hún að bera á sig olíu og sparar ekkert til, minnir á vaxtarræktarkall á sínum stærtu keppnisstundum. Eftir þetta verk stekkur hún upp í litla sundlaug hálffulla af vatni, þar sem hún mætir annarri hálfnakinni, olíuborinni ljósku. Gaur í dómarabúning (sennilega með í roleplay-pakkanum) sem stendur við laugina blæs í flautu og þá byrja stúlkurnar að glíma. Þetta er fremur subbó slagur, þær eru jú olíubornar og alles. Gamanið fer heldur að kárna þegar önnur ljóskan nær að rífa hina úr toppnum. Stendur hin þá berbrjósta og ægilega móðguð og ákveður að greiða í sömu mynt. Svo halda þær áfram að kýtast, berbrjósta og blautar, þar til önnur nær að rífa hina úr brókinni og þá hefur hún víst unnið, dómarinn lyftir hendi hennar, veifandi naríunum, á loft og hin gellan liggur nakin eftir í sundlauginni, obboslega tapsár.
Ég gapi náttúrulega bara. Hvílíkur söguþráður! Og tónlistin!
Ég opna augun! Dararararíra! Ég opna augun! Dararararíra Hvílík andagift! Ég stend föst í þeirri trú að þeir (þá á ég við Skímó) hafi bara rumpað þessari tónsmíð af til að hafa afsökun til að ráða tvær glæsipíur til að fara í léttklæddan vatnsslag. Djöfull hlýtur það að vera gaman að vera tónlistarmaður!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|