miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Vull og bitleysa

Já.... svo þú segir það já? Usss, ég er með allsvæsna ritstíflu. Það eina sem mér dettur í hug er sú staðreynd að orðið Álfelgur höfðar mjög skemmtilega til mín. Það getur nefnilega bæði verið ál-felgur (einhverskonar tækniafrek notað í byggingariðnaði, ekki satt? Hvað er felga annars??) eða álf-elgur (þ.e.a.s. hófdýr af huldukyni) Jaseisei. Ek rembist og rembist eins og rjúpan við staurinn (en þær eru víst að verða æ algengari sökum veiðibanns) við að viðhalda gæðum þessa bloggs, ef einhver eru, en ekkert kemur. Aukinn rjúpnafjöldi gerir greinilega ekkert til að auka kraft rembingsins. Ætli rjúpur rembist á annað borð við staura? Afhverju ættu þær að gera það. Þær eru skrýtnar. Það er ég líka, eins og er altént því ég skrifa bara og skrifa en ekkert kemur út. Nothing of substance at any rate.
Hei!
Jú!
Það var eitt!

Nokkrir asnalegir hlutir til að gera í..... ræktinni: (til gamans má geta að margt af þessu eru hlutir sem mig greip skyndileg löngun til að gera einhverntíma í ræktarheimsókn minni um daginn (ussu sussu, ég verð að passa mig, því engin er ég sterakellingin). Restin fær Anna kredit fyrir, því hún hjálpaði mér við þessa hugmyndasmíð. En víkjum okkur nú aftur að asnalegu hlutunum:)
1. Fara í boozt barinn og spyrja hvort drykkirnir séu ódýrari ef maður kemur með eigin hráefni. Þegar viðkomandi hefur svarað neitandi, hóta þá að kæra hann/hana til neytendasamtakanna.
2. Mæta með eigin fjarstýringu og reyna, ákaflega pirraður að skipta um stöð.
3. Horfa á cartoon network með heyrnatól á eyrunum og hlæja ótrúlega hátt (þetta gerðum ég og Anna reyndar)
4. Fara inn á klósettið, vera þar dágóða stund og koma svo út með epladjús (eða annað tilfallandi) í þvagprufuglasi (einskorðast reyndar ekki við ræktina en dugir á hvaða almenningsklósetti sem er)
5. Bíða átekta í sturtunni eftir að einhver fari að ná sér í sápu og hlaupa þá til og taka sturtuna hans/hennar
6. Æfa sig í að ganga aftur á bak á hlaupabrettinu
7. Fara á hlaupabrettið á hækjum
8. Hamstra allar dýnurnar í gólfæfingasalnum og þykjast vera prinsessan á bauninni að gera magaæfingar.
9. Æpa týpísk róðrarhvatningarorð í róðrarvélinni.
10. Þegar manneskja í tækjasalnum er í tæki og fær sér pásu til að drekka vatn, laumast þá lymskulega aftan að viðkomandi og hækka/lækka þyngdarstillinguna
11. Gerast sjálfskipaður "starfsmaður í svitaafþurrkunardeild" og ganga á röðina með handklæði
12. Stilla þyngdarstillingu í e-u tæki á þyngsta, sitja svo lengi vel og rembast við að reyna að lyfta (með tilheyrandi kinnroða og æðaúttútnun)
14. Rekast síendurtekið "óvart" í emergency stop takkann og verða ógeðslega reið(ur)
15. Lauma chihuahuahundi (betur þekktur sem chiwawa) inn og reyna að kenna honum á hlaupabrettið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|