mánudagur, janúar 26, 2004

Huhu. Kynfræðsla í dag! Það var indælt, nú ekki á hverjum degi sem maður fær að sjá stelpu skella á sig gervityppi og vera færð í smokk með tilheyrandi fool-proof-instructions frá annari stelpu. Svo þurftum við að láta delann ganga á milli og segja það sem fyrst kom upp í hugann. Ég var næstum síðust og því búið að dekka allt þetta "venjulega" sem hægt var að segja. Ég stundi því vandræðalega upp "höfuðverkur?" sem mæltist ekkert alltof vel fyrir. En að öðru leyti var þetta ágætis tími, féll mjög vel í kramið hjá mínum einfalda húmor. En svona á verri kantinn þá hef ég nú aðeins klukkutíma þar til leiklist hefst, og mig langar til að leggja mig, en ég er búin að sjá allt of margar myndir af ljótum typpum til að mig dreymi nokkuð fallegt.

Í öðrum tíðindum, fyrst að ég er á annað borð komin á veg sjálfsniðurægingar, þá fór ég í nýja World-Class í dag. Nú er augnhimna mín komin á skrá! I've never felt so special. Þetta væri annars ekki í frásögur færandi ef tilhögunin væri ekki þannig að risastóri glugginn á tækjasalnum sneri út að sundlauginni. Og þar sem svæðið er enn ekki fullbyggt þá þarf maður að hlaupa ótrúlega langan viðarplanka til að komast að sundlauginni. Og plankinn er ísi lagður í tilefni af þorranum. Maður þurfti því að hlaupa, hálfnakin og jafnvægislítil dágóðan spöl (jú, hann er dágóður ef maður er í þessari stöðu) með fullan sal af fólki starandi á mann. Ég er lööööngu komin yfir það stig að vera dálítið spéhrædd. Þetta er orðin hrein og bein paranoia.
Úff

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|