Jæja, bíta á jaxlinn, fara í skólann og læra eðlisfræði. Dásamlegt
Það verður svosem ágætt að koma aftur í skólann, hitta alla aftur og svona. Sérstaklega gott að komast aðeins út úr samúðarheimsókna-brjálæðinu sem hefur einkennt húsið síðustu daga. Manni þykir vænt um hvern og einn fyrir að taka sér tíma til að koma við en þegar komnir eru 15 manns á einum degi er það orðið aðeins of langt kaffiboð. Einkum og sér í lagi þar sem ég kann best við mig valsandi um á náttfötunum, í inniskóm, drekkandi appelsínusafa. Mjög svo amerískt. Þar sem ekki eru alltaf hreinar náttbuxur til staðar hefur þetta raskað líferni mínu að dálitlu leyti. Nú er ekki lengur keyptur appelsínusafi. Bara kaffi, og rjómi á pönnukökur.
Í öðrum fregnum dreymdi mig í nótt að mamma segði sigrihrósandi við systur sína: "Sjáðu! Ekkert að á þessu heimili!" og Kolla sagði "onei, sjáðu lærin á Klöru". Svo breyttist draumurinn í Harry Potter draum. Ég var Malfoy.
Leggur einhver í að ráða þetta??
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home