mánudagur, apríl 26, 2004

Rögnvaldur keilutanni

Byrjað verður á að útnefna nýjan bloggara líðandi stundar:



Ragnhildur / Rögnvaldur keilutanni


Þessi manneskja er með stórkostlegri bloggurum sem ég hef nokkurntíma kynnst. Ég hef verið svo heppin að vera fyrsti lesandinn hennar, hef því fylgst með frá upphafi og tíma mínun hefur svo sannarlega ekki verið sóað. Þetta er eitt af fáum bloggum sem ég hlæ upphátt að, því þessi stelpa er snilldar penni. Verst er hvað hún hefur fáa lesendur enn sem komið er. Sýnið því smá feedback, klikkið á myndina og tékkið á henni. Comment eru líka alltaf skemmtileg.

---------------------------------------------------------------

Annars áskotnaðist mér DVD mynd í dag. Og ekki bara hvaða DVD mynd sem er. DVD mynd þessi er ég, er mér sagt. Til nánari útskýringar fór systir mín til japan og sá þar teiknimynd. Japanska teiknimynd, eins og gera má ráð fyrir. Teiknimynd þessi á víst að vera myndgervingur minn og því keypti systir mín hana. Handa mér. Þetta er óskarsverðlaunateiknimynd svo ég má víst vel við una...

---------------------------------------------------------------------------

Á bloggsíðu sinni minntist Ásgeir Pétur á Baldur, þegar baldur var skotinn og drepinn með mistilteini. Athyglisvert að í flestum menningarheimum táknar mistilteinn ást en á Íslandi varð hann einum af okkar ástsælustu goðum að bana. Mér finnst það rökréttara. Eða þá að það getur táknað kaldlyndi norrænna manna gagnvart tilfinningum. Hvur veit, hvur veit.

Í tilefni af þessu fær hann link!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|