miðvikudagur, maí 12, 2004

Djöfulsins meri

Ohh hvað sumt fólk getur verið þröngsýnt, sjálfselskt og heimskt. Í dag varð ég svo reið að ég braut penna við það að henda honum í vegginn. Hending olli því að síminn varð ekki fyrir þessum skakkaföllum, en hann var í hinni hendinni.
Ferlið var nokkurnveginn svona:

(síminn hringir)
E-r kona: Halló, er Einar nokkuð við?
(eðlilega fer ég í algera köku, hvað á maður eiginlega að segja?)
Ég: Uhh... mér þykir leitt að segja þér það en hann lést fyrir mánuði síðan
Konan: Æi, fjandinn, ég hefði átt að hringja fyrr
Ég: öööö
Kellingin: Ég er sko að leita að einum ljósmyndara sem átti mynd í bók sem hann skrifaði...o.s.frv.
(Ég er náttúrulega öll af vilja gerð, veit ekki alveg hvað ég á að segja en spyr hvort hún hafi talað við útgefendurna. Hún grípur framí og heldur áfram)
Kellingin: Ég hef reynt og reynt að hafa samband við þjóðskjalasafn og bókasafn sjómannaskólans en það er eins og allir séu eitthvað sofandi þar! Allir endalaust í mat (sagt með mikilli fyrirlitningu) eða farnir heim (enn meiri fyrirlitningu).
- Hún heldur áfram, talar og talar um hvað allir séu ömurlega óþjónustulundaðir og að hún þurfi að finna ljósmyndarann sem tók útskriftarmyndina af árgangi pabba hennar, sem birtist í þessari bók. Kallar pabba ekki annað en þennan Einar og rausar um hvað það sé fáránlegt að hann hafi ekki tilgreint hvern einasta ljósmyndara í heimildaskránni. Takk ljúfan. -
Á endanum sting ég upp á að hún hafi samband við útgefandann. Þá segir hún:
Já, það er óskandi að hann hrökkvi ekki líka upp af áður en ég næ í hann.
Við þetta nenni ég eiginlega ekki að tala við þessa kellingu meira, býðst til þess að taka símanúmerið hennar ("Hringdu á þessum, þessum, eða þessum tímum, þessir tímar henta illa....") og fá mömmu til að hringja í hana.

Tík

Síðan frétti ég að fólkið á bókasafninu hafi leitað hátt og lágt fyrir þessa konu en hún hafi bara ekki hætt að hringja, ekki getað sætt sig við að gefast upp. Djöfull hata ég svona fólk sem heldur að allt annað fólk sé ekki fætt til annars en að liðsinna þeim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|