föstudagur, ágúst 26, 2005

Busakynningin var haldin í gær, og öll undirfélög MR kynntu sig og sína starfsemi. Það var altént planið, en þetta varð aðallega tækifæri til að stríð busunum eða gantast dálítið. Okkar atriði (herranætur, þ.e.a.s.) var svo engin undantekning, en við ákváðum að auglýsa allt sem við værum ekki og gerast gífurlega artí fartí með sjálflýsandi gleraugum, treflabúningum dauðans, puttamálningu, stjörnuljósum og ræðu um ágæti líkamlegrar tjáningar.
Frétti það að fólki fannst þetta almennt bara mjög skondið, en ef til vill er það ekki marktækt þar sem ýmsir eru talsvert meðvitaðir um hinn alræmda ofurbusalista.
Svo kom róðrarfélagið með þá alflottustu busahrellingu sem hægt er að ímynda sér, sjóið var svo magnað að ég fékk fiðring í magann. Þar að auki varð ég ólýsanlega fegin að vera ekki busi, þar sem þeir hafa eflaust nokkrir pissað í sig af hræðslu.

svo er það bara áfram Herranótt! Námskeiðin hefjast bráðum! je!

5 Comments:

At 10:32 e.h., Blogger María Rut said...

Ógurlega flott alltsamant! Sérstaklega Herranætur kynningin, hélt ég ætlaði að detta úr sætinu mínu úr hlátrarsköllum. Rosa skemmtilegt.

-Ahh helgarfrí, elska helgarfrí. Hafðu það gott, sjáumst á sunnudaginn eða mánudaginn. Er að fara á Stykkishólminn á morgun kæra vinkona, á vit örlaganna, öh þú veist like always.

 
At 11:18 e.h., Blogger Arngunnur Árnadóttir said...

Váááááá hvað þetta eru flott gleraugu.

 
At 10:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohh..af hverju var ég ekki busi núúúnaaa?

 
At 12:50 f.h., Blogger Þorsteinn said...

Mig langaði einmitt til að vera busi og sjá þetta alltsaman...

 
At 9:21 e.h., Blogger Magnús Þorlákur said...

Herranótt rox! og mig langar í svona gleraugu...

 

Skrifa ummæli

<< Home

|