hin ýmsu form myglu
ógeðslegi skyrdrykkurinn sem ég hafði ekki lyst á að innbyrða og gleymdi svo í töskunni minni hefur aldeilis hefnt sín fyrir höfnunina og breyst í efnaverksmiðju merka. Ýldulyktin sem leggur nú upp úr töskunni minni, undirstrikar svo leti mína við að læra lexíurnar og því sé ég fram á að fara ólesin í háttinn á sunnudagskvöldi og líða almennt eins og skúrki.
Þar að auki hef ég sett persónulegt met í stuttum tíma fram að skólaleiða, yfirleitt heldur maður þetta allavegana út október, ef ekki nóvember, en þetta árið er ég á 4 dögum komin með svo gersamlega upp í kok að mig langar mest til að stinga af og vinna sem þerna á vegahóteli í suðurríkjunum. Þetta skánar þó vonandi allt þegar Herranótt er komin á laggirnar. Ég tala ekki um annað.
p.s. af hverju er að einhverju leyti sama lyktin af mygluðu skyri og brauði sem er að hefast? Ég er á málabraut
Þessi kona er að mygla eins og ég. Samt væntanlega af öðrum og átakanlegri ástæðum, mamma heldur reyndar að þetta sé gabb og ég er klofin í afstöðu minni hmmmm... Í leit minni að myglumynd rakst ég reyndar á myglaðan svínaheila og við það varð mér gífurlega heitt í vinstri olboga... sálgreining, einhver?
10 Comments:
Svarið eru gergerlar.
Það sem hefar brauð er gerið, sem eru tegund af gerlum sem fjölgar sér í sumum skemmdum mat.
T.d. mjólkurvörum.
Hefunin í brauði er bara svona skemmtilegt aukaeffect sem einhver hefur uppgötvað einhverntíman. Margstaðar er t.d. notuð skemmd mjólk til að ná fram hefun í stað þurrgers.
Og varðandi þetta með sálgreininguna grunar mig sterklega að vinstri olbogi þinn hafi undarlegar kynhvatir.
Sumt fólk borðar á meðan það er að skoða bloggsíður!
Ja hérna. Ég legg ekki í að sálgreina þig. Vinstri olnbogar eru alltaf viðsjálsverðir.
Það pirrar mig í olnbogunum að lesa þetta. Aðalega vegna þess að það er svo asnalegt að þér hafi bara hitnað á þeim vinstri. Það vantar allt jafnvægi í þetta stelpa! Ussussusssss...
Enter takkinn minn er á mótrþóaskeiði. Þetta var ég, Fríða frænka, þessi með olnbogaáráttuna.
Myglupersónan minnir mig helst á Emil, vin þinn.
ojbarra, ógó mynd, maðr!
Jahá.....mér finnst það skiljanlegt að það hafi verið vinstri olnboginn en ekki sá hægri.....mér líkar betur við vinstri-hliðina. Veit samt ekki af hverju.
Ég er líka komin með skólaleiða. Sérstaklega er ég sár út í þá ljótu lygara sem sögðu að fimmti bekkur væri auðveldari en sá fjórði. Kemur ekki bráðum haustfrí?
Skrifa ummæli
<< Home