fimmtudagur, janúar 01, 2004

Afhverju vill mig enginn? :'(

Með því fyndnara sem maður sér dags-daglega eru svona greinar skrifaðar af "sérfræðingum" fyrir fólk sem þráir að finna sér sálufélaga en virðist ekki hafa náð tökum á því enn... Þetta er svo innilega mikið rugl! Það þekkja það víst flestir sem eru með MSN að þegar maður skráir sig innþá skýst upp svona MSN today gluggi með helstu greinum dagsins á MSN. Í dag skaust upp hjá mér gluggi og einn af þeim tenglum sem þarna voru skráðir hét "why are you still single?". Ég náttúrulega stóðst ekki mátið, hér var að finna svar við einni af mikilvægari spurningum lífsins, og þessi grein myndi eflaust geta útskýrt margt um tilvist mína og ástæður fyrir þessum herfilega galla sem ég bý víst yfir, að eiga mér ekki "betri" helming.... Smelli á hnappinn og síðan skýst upp. Kom í ljós að greinin var alls ekki af þeirri heimspekilegu dýpt sem ég hafði vonast eftir. Þetta varsvona Q&A grein, þar sem einhver einmana vesalingur veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar hún/hann er spurð(ur) eftirfarandi spurninum:
1. Why are you still single
2. How old are you
"Sérfræðingurinn" hefur að sjálfsögðu svar á reiðum höndum:
1. There is only one answer here: "Because I simply haven't met the right person yet."
2. There is only one right answer to this rude question: "Young enough to keep you guessing."
Varðandi aldurinn heldur hann áfram og segir að með því að segja til um sinn rétta aldur sé maður að skapa ákveðna hindrun milli sín og kærastans, þar sem hann muni eflaust vera fordómafullur hálfviti sem dæmi persónuleika manns eftir tölum. Ef maður hinsvegar ljúgi sér til um aldur sé maður að særa fordómafulla hálfvitann, og gera manni erfiðara fyrir að temja hann í framtíðinni. Því sé best að koma sér lymskulega út úr þessu með því að segja svona línu sem er bæði villandi og sexý (???). Maður eigi að bíða þar til maður þekki fýrinn betur og sé kominn í alvarlegt samband og svipta svo hulunni af eigin aldri og vona hið besta.
Staðreyndin er sú að sama hversu margar svona sjálfshjálpargreinar maður les, ég efast um að það styrki stöðu manns hið minnsta gagnvart gagnstæða kyninu. Þvert á móti fyndist mér það frekar óaðlaðandi ef ég lenti (god forbid) í því að vera höstluð af gaur sem hefði allar sína pikköpp línur af msn-personals eða þaðan af verra, og rembdist eins og rjúpan við staurinn við að vera svali-tilfinninganæmi-en-töff gæinn. Ég þoli ekki svona greinar þar sem sagt er: "men will not want you if you are fat, ugly, tie your hair in a pony tail while wearing a gucci dress - that SO doesn't match! You should embrace your looks, every wrinkle, curve, wart and ingrown hair, but all the same on this page we shall be advertising diet clubs and plastic surgery". Þetta er svo þverstæðukennt að aumingja þeir sem ákveða að fara "námskeiðsleiðina" í ástamálunum, hljóta að verða frekar sjúskaðir.
Auk þess myndi það pirra mig alveg ógeðslega mikið ef að maður spyrði fólk aldurs og það svaraði "Young enough to keep you guessing." En hvað veit ég, ég er svosem bara fimmtán ára, og gæti því ekki verið meira sama þótt ég sé ekki búin að finna þann eina rétta.
Jæja, ég ætla að fara út í garð að byggja snjóhús

-------------------------------------------

Þess fyrir utan: ég er nokkuð svekkt yfir að hafa fengið helmingi fleiri comment um skítamóralsmyndbandið en um rasismapælinguna. Look alive, ppl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|