mánudagur, janúar 12, 2004

rants and raves about the name

Ég á það til að detta í andlega lægð og verða ægilega ósátt við nafnið mitt. Það virðist nefnilega vera staðreynd að margir tengja nafnið mitt við kýr. Dæmi:
Will be said in english for the following conversation took place in english. How the circumstance came that two icelanders were at a party and all chose to speak english, I don't know. It may however be in some way associated with the precence of a Swede. This was, apparently, a multinational party. However that is not the point. The point is that this girl called Auja was trying to explain some game where everyone was to play barn animals (I do believe some of my readers will have giggled fiercely at the thought of that, but anyway):
Auja: "Ok, I'm trying to explain this here! Take an example.......... (*pointing excitedly at me as if she were a ferret and I were.... another ferret doing something stupid*) You're a COW"
Klara: why thank you
Auja: No, silly, I don't mean it like that, I was just taking an example and this was the first thing that popped into my head!
Klara: Ah, so the first thing that pops into your head when looking at me is a cow?
Auja: um..... yeees... well, kinda, but it was really random, I coulda said it to anyone..... Anyway, continuing! (*pointing, equally excited at the person next to me*) You're a cat!
Klara: Ah, so she gets to be a cat?
Auja: It's RANDOM!
She then proceeded to name all the others, dog (mans best friend), cock (need I say more?), Bull (Bulls are COOL. They have piercings), Horse (black beauty, anyone?) and so forth.
Það hefur verið mér mikið bölvun að vera skírð eftir frekri belju úr teiknimyndablaði. Reyndar er ég skírð eftir ömmu minni, en það er önnur saga. Þegar fólk heyrir Klara, þá hugsar það sjálfvirkt "Klara Bella". Þegar fólk horfir á mig sér það því belju. Indælt, ekki satt? Í raun nokkuð kaldhæðið, þar sem Klara Bella þýðir tæknilega Klara hin fagra. Ég hef af og til íhugað að breyta um nafn, en í fyrsta lagi er ég bara Klara, belja eða engin belja. Í öðru lagi er nafnið tribute til ömmu, sem myndi eflaust verða sár og hún er yndisleg mannvera sem ég geri ekki svona lagað. Í þriðja lagi myndi ég eflaust tapa mér í einhverri stundarbrjálæðis-sköpunargleði og láta kalla mig Villimey, eða eitthvað viðlíka. Ég verð því að fá útrás fyrir brjálæðið ef ég einhverntíma eignast börn. Mér fyndist nokkuð fyndið að skíra börnin mín Ljótur og Líf Vera, bara svona upp á kikkið. Verð hinsvegar að berja niður þessa tilhneigð því maður vill nú ekki valda greyjunum sálrænum skaða

--------------------------------------------

Ó og á meðan ég man! CONVERGE í Iðnó á miðvikudaginn nk klukkan19:30, húsið opnar klukkan 19:00! Verð inn er 1200 kr. Þetta verður frábært. Ég kemst hinsvegar ekki, svo ég hef þetta ekkert lengra, ætla að fara og halda mínútu þögn. En endilega farið, og njótið þess lúxuss sem mér býðst ekki. (*snökt*)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

|