N?rdaskapur
I'm back, I'm back, on popular demand ;) (segjum það....)
Ég verð að játa það. Nú er stundin, og ég ætla að koma út úr skápnum. Hver sem les þetta verður að sverja eið þess efnis að hann/hún muni ekki dæma mig og ekki gera grín að mér. Æi, ok, pínu grín, annað er víst ekki hægt. Ég er orðin forfallinn backgammon-fíkill. Ég datt inn í þetta með mömmu og Ólöfu systur þegar allar jólabækurnar voru uppurnar. Og nú hefur gamanið heldur betur kárnað, því spilaþörfin hefur farið fram úr spilaþörf fjölskyldu minnar og spila ég því á netinu við aðra forfallna nörda í sömu aðstöðu og ég.
Þetta hefur hinsvegar kynnt mig fyrir alveg nýjum afkima mannlífsins, sem hefur hingað til farið algerlega framhjá mér! Það er til fólk sem höstlar á backgammonsíðunni. Ég ætla ekki að hafa mörg um þetta því þá er ég farin að tala of mikið um lúserlegheit á netinu (sbr. síðasta grein) en með því hallærislegasta sem maður sér er þegar einhver segir (á backgammonspjallrásinni, nota bene) "Any hot girl with a webcam ready for a game and chat, no viewers please". But I probably am not in a position to judge, I guess the backgammon channel is as good a place as any. However, I find the thought of sex and backgammon alittle ridiculous, quite a turn-off really.
----------------------------
Afsakið þetta stutta enskuinnskot, en prufið a þýða þetta yfir á íslensku. Drepur húmorinn algerlega.
Fór í partý/chill til Önnu Margrétar í tilefni af afmæli þessarar elsku. Bakaði handa henni forláta (forljóta?) köku með kremi (og kertavaxi, en það var slys) og jarðfræðilegum formum (brekkur, holur, hæðir o.fl. - allt ómeðvitað). Mér var sagt að hún væri "æt" og gladdist ég mikið við þetta fagra hrós (Svava er yndisleg). Mér var hinsvegar slétt sama um kökulýtin, því síðastliðin 5 ár hefur það orðið vani að ég baka handa Önnu köku á afmælisdeginum hennar, og í öll fimm skiptin hefur kakan verið á einhvern hátt misheppnuð (Anna, manstu eftir kökunni með smjörkekkjunum?). Þetta var því bara ágætis viðbót við... ehemm..... áhugaverða hefð. Því það er mín einlæg skoðun að ekkert sé afmælið án afmælisköku og tilheyrandi kertablæstri. Og bætti nú um betur (as the englishmen would say, kicked the oddity up a notch) og gaf henni líka forláta skrifborðsgong.
----------------------------------------
Ég er víst orðin hin opinbera hár-og-förðunardama í mínum vinahóp og þótt víðar væri leitað. Stelpur jafnt sem strákar (einn strákur, nánar tilteki? - nema maður telji með hársvarðarnuddið sem Dagur í skólafélagsstjórninni heimtaði af mér þegar hann var fullur) leita þjónustu minnar, og ég tek fegin við öllum beiðnum. Morgundagurinn fer því allur í það að flétta hár uppi á Álftanesi. Og auk þess verð ég að leita mér heimilda um hárgreiðslur frá 7 áratugnum fyrir eina indælis manneskju sem ætlar á grímuballið í kvennó. Skrítið að ég skuli hafa lent í þessari stöðu þar sem ég er sennilega með ódömulegri stelpum, klippi á mérr hárið sjálf, nenni mjöööög sjaldan að mála mig og finnst leiðinlegt að kaupa skó. Móðir mín reynir ítrekað að snúa mér yfir á hina réttu trú en ef hún fengi að ráða gengi ég örugglega með hárið í silkiborðum og keypti mér bara bleika boli og buisnesskonubuxur. Nauhauts. Ég stend ekki einu sinni í lappirnar á háum hælum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home