almennt leiðinlegt öppdeit
Nú ætla ég bara að skrifa eitthvað sjitt til að myndirnar í fyrri færslum detti út sem fyrst, því ég kann ekki að tékka á stærðinni á þeim á makka svo ég get ekki stillt stærðina án þess að eiga það á hættu að þær bjagist.
Þessi dagur hefur annars verið bara nokkuð sweet, skilaði inn umsókn um ökuskírteini (pása til að fríka út af æsingi: jeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee! afsakið) ásamt mynd af mér þar sem ég virðist vera að fara að gráta og ísklíndu læknavottorði. Ástæða: ég var á rölti með læknavottorðið (as you do) fyrir utan ísbúð og það fauk og lenti í polli af súkkulaðiís. Þar sem ég nennti ekki að bíða í aðra viku eftir nýju vottorði og það var alveg ágætlega læsilegt lét ég því slag standa. Je!
Þetta var almennt bara svona dagur þar sem allt gekk upp. Ég mætti á réttum tíma í alla tíma, hljóp ágætlega langt miðað við getu í leikfimi (fékk reyndar heiftarlegt astmakast en það er annað mál), skildi allt, náði á lögregluskrifstofuna 4 mínútum fyrir lokun, borðaði firnagóða og meinholla grænmetisböku og náði að klára að læra allt fyrir 10.
Samt er ég með eitthvað í hjartanu sem ég kýs að kalla "suspense sting" upp á slæma Ísl-Ensku. Það er svona svipaður stingur og maður fær þegar maður er að horfa á myndir eins og Virgin Suicides eða Lost in Translation, næstum því eins og sálin sé að halda í sér andanum. Mér finnst stundum eins og ég sé ekki alveg vöknuð, og er ennþá að bíða eftir því að lífið banki aðeins hressilegar uppá en það hefur hingað til gert. Kannski er ég bara einn af þúsund unglingum sem leiðist, en ég væri alveg til í einhverja bombu bráðum.... hver veit....
Mér finnst alltaf skrýtið að hugsa til þess að öll líffærin okkar eru í myrkri. Þannig að faktískt eru þau þessa stundina bara svört...
7 Comments:
Wow það er bara speki í gangi :D, ég sit hérna við tölvuna bara :O.
Hef aldrei pælt í þessu með að líffærin s´´eu í myrkri....finnst það samt alveg stórmerkilegt núna.
Ég á mikið flottari myndir íbókinni minni sem eru bannaðar í USA út af grófleika eða einhverju álíka rugluðu..........
Djúpt Klara..
Ríspekt. Ég sökka í að vera memm.
Seinasta pælingin er góð, vel gert.
Mér finnst það eiginlega bara frekar kósí.
ég var í líffærafræði í gær...líffærin eru víst ákaflega óspennandi á litinn, samkvæmt kennaranum. Fæ að horfa á krufningu seinna í vetur.
Skrifa ummæli
<< Home