miðvikudagur, september 14, 2005

dagur aðgerðaleysis

Ég er veik heima. Ég kann ekki að vera veik heima. Ég get ekki sofið, ég get ekki staðið en ég get ekki heldur setið kyrr, og ég er búin að skipta um stöð á sjónvarpinu svona þúsund sinnum. Akkúrat núna er ég að horfa á eitthvað rooooosalega politically correct barnaefni á Disney rásinni. Þetta eru svona veltikallar, og einn er svartur, einn er indverskur, einn talar með sveittum cockney hreim, einn er svona töffara-hvítur og einn er svona gleraugna-nörda hvítur og svo er ein geðveikt gáfuð stelpa. Öll eru þau allra bestu bestu bestu vinir vinir allra bestu bestu bestu vinir! (lag úr sunnudagaskólanum þegar hann var alveg málið hjá mér)
Annars hef ég haft spurnir af því að búið er að semja um 10 þáttaraðir af Lost. Sem þýðir að ef ég held tryggð minni, og Ríkissjónvarpið heldur tryggð sinni mun ég ennþá vera að horfa á þessa blessuðu þætti þegar ég verð orðin 28 ára gömul. En vá maður, hvað er hægt að flækja eitt plott mikið?!

Nú er ég komin á DR1 og er að fræðast um rússneska sirkusmenn í Danmörku. Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk. Ég ætla að fara að leggja mig!

3 Comments:

At 9:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er líka veik en hef einungis 3 sjónvarpsstöðvar uhuhu... ég man hins vegar þá tíð þegar ég hafði bara eina.
En ekki man ég þá tíð þegar barnaefnið var bara sýnt á þriðjudagskvöldum.

 
At 10:02 e.h., Blogger Klara said...

nei svona eru þessar tíðir, maður man sumar en aðrar ekki

júlía: þarna vermdirðu lítið hjarta

 
At 11:20 f.h., Blogger Bastarður Víkinga said...

Síðast þegar ég vissi var búið að semja um þrjár seríur af Lost, ekki tíu.

Það þýðir samt ekki að ekki verði samið um fleiri þegar þeirri þriðju er lokið. Gæti alveg teygt sig í tíu. Meina, X-Files fékk níu og hún hætti bara vegna þess að höfundurin, Chris Carter, var búinn að fá nóg.

Maður vonar þó að plottin eigi eftir að taka aðra stefnu eftir smá tíma. Meina, viljum ekki X-Files sorgina þar sem maður fékk engin svör fyrr en í sjöttu seríu. Og þá stóð öllum á sama.

 

Skrifa ummæli

<< Home

|