mánudagur, september 12, 2005

kaldhæðnisleg þessi síðasta færsla.
Ég er sybbin og veit því ekkert hvað skal skrifa næst. Dagurinn fór í lestur undir ökupróf og bíóferð. Annað var frábært. Þið megið geta hvað.

Mamma mín gerði upp gamlan barnastól fyrir Einar að sitja í þegar hann kemur í heimsókn. Hún hringdi í Dagnýju, alveg úber spennt og sagði henni að hún þyrfti að koma því hún vildi sýna henni dálítið, og hefur verið að hringja og reka á eftir henni í allan dag. Nú er Dagný orðin svaka spennt og er búin að bíta í sig að það sé kominn leynigestur frá útlöndum. Þetta finnst mér fyndið.

3 Comments:

At 6:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úbbbs svekkjandi... ;)

 
At 6:40 e.h., Blogger María Rut said...

Hvaða hvaða einn stóll getur kætt til mann muna ! :)

 
At 6:41 e.h., Blogger María Rut said...

þetta átti auðvitað að vera ,, einn stóll getur kætt mann til muna"

kv.maja

 

Skrifa ummæli

<< Home

|