such great heights
Þetta er búinn að vera annar dagur þar sem maður lætur sig bara fljóta. Ég skreið fram úr rúminu í morgun (svaf yfir mig), og það var í rauninni það eina í dag sem ég hafði ákveðið með nokkrum fyrirvara, nema kannski að mæta í skólann. Eftir skóla álpaðist ég með Maju Rut á Kaffi Hljómalind og þambaði Yogi Te (himneskt) í gríð og erg, því næst endaði ég heima með 3 stúlkur í puntileik, þar sem tvær þeirra voru að fara á ball. Nú sit ég hér með hálfkrullað hár og rúm fullt af snyrtivörum og vona heitt og innilega að morgundagurinn verði líka svona.
Það er reynsla mín að í hvert skipti sem ég reyni eitthvað að halda í stjórntaumana hjá sjálfri mér, fer allt í köku. Þannig að nú ætla ég bara að halla mér aftur í sætinu og fylgjast með. Stoppið mig samt ef ég fer að tala um sjálfa mig í 3. persónu.
Ég sakna þess þegar ég bloggaði um eitthvað skondið og hló innan í mér á meðan ég skrifaði það. Þessa dagana virðist ekkert slíkt vera í spilunum, bara blogg eftir blogg eftir blogg um hvað mér finnst lífið skrýtið og annar wannabeismi. Fólk sem hatar wannabeisma ætti því að forðast þessa síðu næstu mánuðina. "comments (0)" Ég gerði heiðarlega tilraun til að skrifa ljóð en það kom sjálfri mér á óvart hvað það var þungbúið og því ætla ég ekki að birta það hér. Mér til málsvarnar var það fullkomlega stuðlað eftir öllum kúnstarinnar reglum! Áfram ég!
Ég ætla kannski bara að fara að sofa núna. Maður verður nú að vera tilbúinn fyrir öll þessi örlög sem ég ætla að fá í fangið á morgun.
5 Comments:
Bara svo það sé ekki ,,0 comments"
-Hjálpsami unglingurinn.
Já, ég hef bara drukkið Yogi te heima- bragðast það betur á Hljómalind?
hæ klara, gott stöff maður. af hverju birtiru ekki ljóðið?
bæ klara.
Persónulega finnst mér geimkýr meira fönkí en geimfarar. Ég sakna þín beib, verðum að fara að hittast!
Áfram þú! Ég held með þér! Jaaaá! En ég veit nákvæmlega hvað þú átt við með blogginnihaldi. Ég hef ekkert gott skrifað í ...(checking)... 11 mánuði, eftir því sem ég best kemst næst. Þetta er þér varla nokkur huggun en staðreynd engu að síður.
Skrifa ummæli
<< Home