þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Jæja, nú byrjar maður víst aftur.....

Fúff, langt síðan ég bloggaði síðast...... alveg...... 7 mánuðir og 12 dagar. Ég ætla að reyna að koma þessu aftur á laggirnar og fylla þetta af nýju bloggi því það gamla er lítið eitt..... gelgjulegt
Ég held alveg að maður geti breyst helling á 7 mánuðum og 12 dögum, ég man allavegana varla eftir því hvernig lífið var fyrir MR. Ég er annars svo upptekin að ég er að springa og hef því harla lítinn tíma fyrir eitthverjar minningaendurkomu....stundir.
Staðan þessa stundina: Klukkan er 8:51 á þriðjudagsmorgni og ég á ekki að mæta í tíma fyrr en klukkan 9:40. En plebbinn ég var samt mætt í skólann klukkan 8:10 af þeirri einföldu ástæðu að ég kann bara mun betur við mig í skólanum heldur en heima. Veit samt ekki alveg hvers vegna.....
Leiklistaræfing í kvöld, ég get ekki beðið því það hefur ekki verið æfing síðan á fimmtudaginn. Féll niður í gær af óviðráðanlegum orsökum og þar sem ég er svo óheyrilega óábyrg þá var ég ekki með símanúmerin hjá fólkinu með mér og því þurfti Jón Eðvald að hringja í alla. Ég held að hann sé nett pirraður yfir því+það að ég virðist alltaf vera að biðjast afsökunar á einhverju. Nokkuð undarlegt......
Fór í gærkvöldi með Huldu, Röggu og Sigrúnu heim til Hjálmars, sem gaf okkur piparkökur. Ég stend nú í þeirri meiningu að hann sé mikið gæðablóð. Hinsvegar varð ég fyrir því rækallans óhappi að bombarda brotnu tánni í eitthvað horn og er nú hölt sem aldrei fyrr... ja það eru víst góðir dagar og slæmir dagar......

|