fimmtudagur, apríl 29, 2004



Þar að auki, ef einhver getur útskýrt afhverju í andskotanum Templateið er með svona bögg, og getur ef til vill komið með tillögur að úrbætum þá fær viðkomandi miklar þakkir og ef til vill blóm

|

mánudagur, apríl 26, 2004

Rögnvaldur keilutanni

Byrjað verður á að útnefna nýjan bloggara líðandi stundar:



Ragnhildur / Rögnvaldur keilutanni


Þessi manneskja er með stórkostlegri bloggurum sem ég hef nokkurntíma kynnst. Ég hef verið svo heppin að vera fyrsti lesandinn hennar, hef því fylgst með frá upphafi og tíma mínun hefur svo sannarlega ekki verið sóað. Þetta er eitt af fáum bloggum sem ég hlæ upphátt að, því þessi stelpa er snilldar penni. Verst er hvað hún hefur fáa lesendur enn sem komið er. Sýnið því smá feedback, klikkið á myndina og tékkið á henni. Comment eru líka alltaf skemmtileg.

---------------------------------------------------------------

Annars áskotnaðist mér DVD mynd í dag. Og ekki bara hvaða DVD mynd sem er. DVD mynd þessi er ég, er mér sagt. Til nánari útskýringar fór systir mín til japan og sá þar teiknimynd. Japanska teiknimynd, eins og gera má ráð fyrir. Teiknimynd þessi á víst að vera myndgervingur minn og því keypti systir mín hana. Handa mér. Þetta er óskarsverðlaunateiknimynd svo ég má víst vel við una...

---------------------------------------------------------------------------

Á bloggsíðu sinni minntist Ásgeir Pétur á Baldur, þegar baldur var skotinn og drepinn með mistilteini. Athyglisvert að í flestum menningarheimum táknar mistilteinn ást en á Íslandi varð hann einum af okkar ástsælustu goðum að bana. Mér finnst það rökréttara. Eða þá að það getur táknað kaldlyndi norrænna manna gagnvart tilfinningum. Hvur veit, hvur veit.

Í tilefni af þessu fær hann link!

|

föstudagur, apríl 23, 2004

Jæja, bíta á jaxlinn, fara í skólann og læra eðlisfræði. Dásamlegt

Það verður svosem ágætt að koma aftur í skólann, hitta alla aftur og svona. Sérstaklega gott að komast aðeins út úr samúðarheimsókna-brjálæðinu sem hefur einkennt húsið síðustu daga. Manni þykir vænt um hvern og einn fyrir að taka sér tíma til að koma við en þegar komnir eru 15 manns á einum degi er það orðið aðeins of langt kaffiboð. Einkum og sér í lagi þar sem ég kann best við mig valsandi um á náttfötunum, í inniskóm, drekkandi appelsínusafa. Mjög svo amerískt. Þar sem ekki eru alltaf hreinar náttbuxur til staðar hefur þetta raskað líferni mínu að dálitlu leyti. Nú er ekki lengur keyptur appelsínusafi. Bara kaffi, og rjómi á pönnukökur.

Í öðrum fregnum dreymdi mig í nótt að mamma segði sigrihrósandi við systur sína: "Sjáðu! Ekkert að á þessu heimili!" og Kolla sagði "onei, sjáðu lærin á Klöru". Svo breyttist draumurinn í Harry Potter draum. Ég var Malfoy.

Leggur einhver í að ráða þetta??

|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Dánartilkynningin hans pabba birtist í mogganum í dag. Þetta er enn mjög óraunverulegt

|

föstudagur, apríl 16, 2004

Vá, svo þetta gerist líka í raunveruleikanum!

Það var einu sinni þáttur með friends þar sem Rachel var að reyna að þvo þvott í fyrsta skipti og allt hvítt varð bleikt. Ég sá þennan þátt og hló mikið af óförum hennar. En sá hlær best sem síðast hlær, og í dag var það ekki ég. Þetta gerðist nefnilega fyrir mig, og nú eru öll nærföt og sokkar í mjög hallærislegum, neonbleikum lit. Það sem var appelsínugult er nú laxableikt. Ég mun því ganga um götur borgarinnar líðandi eins og risastórum sykurpúða, bleik nærfötin munu gegnsýra sálarlíf mitt þar til á endanum ég neyðist til að vera kvenleg. Djöfulsins.

----------------------------------

Þess fyrir utan þá er það alveg magnað hvað fólk virðist vita hvernig manni líður þegar maður veit það ekki einu sinni sjálfur

|

laugardagur, apríl 10, 2004

Þórbergur

Jæja, nú er ég stoltur eigandi hakkýsakk bolta. Hann var keyptur á götumarkaði úti í Danmörku. Hann heitir Þórbergur í höfuðið á Þórbergi Þórðarsyni sem skrifaði Ofvitann. Hann er upplitaður, skítugur og linur og mér þykir afskaplega vænt um hann.
Í kjölfarið af klófestingu Þórbergs hef ég svo ákveðið að stofna hakkýsakk klúbb. Hann er fyrir fólk eins og mig sem er ömurlegt í hakkýsakk en nýtur þess engu að síður að gera sig að fíflum. Hulda er meðstofnandi, en auk þess höfum við fengið Önnu og Emil til liðs við okkur, enn sem komið er.
Við ætlum svo að finna okkur einn af þessum íþróttamönnum-sem-hafa-lagt-skóna-á-hilluna-sökum-hörmulegs-atviks-í-fornri-frægð sem svo oft hafa lykilhlutverki að gegna í Disney-myndum. Þetta verður sem sagt fyrrverandi atvinnumaður í hakkýsakk sem segir hluti eins og "I promised myself never to play again, not after what happened to Bobby" en vaknar á ný eftir að hann sér eldmóðinn í augum okkar. Þessi maður mun svo koma okkur á kortið og sjá til þess að við yfirvinnum allar hindranir á vegi okkar, þar á meðal grimma, Þýska hakkýsakk-landsliðið sem sjá rautt yfir frjálslyndu og hamingjusömu fólki eins og okkur. Þeir munu svo að sjálfsögðu líta á okkur sem jafningja eftir að við vinnum heimsmeistaramótið. Þetta verður ALVEG eins og í bíómyndunum! Hver vill vera með?

|

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Afi?

jæja... hvert var ég komin?

Óþarfi að telja upp hvern dag eftir þetta þar sem engin fleiri undur á við Bó-gaurinn og beygluna urðu á vegi mínum. Næstu dagar fóru í að trompast á Bakken, týnast á Strikinu og kljást (ja, kljást og ekki kljást, sveppasvipurinn hennar Oddnýjar sá eiginlega bara um þetta ;) við blindfulla, sænska vandræðaunglinga.

Eitt að lokum. Ég hringdi heim til Emils í gær. Það var á þessa leið:
Þorri (7 ára bróðir Emils): Halló?
Ég: Hæ, er Emil heima
Þorri: Já, bíddu aðeins
*heyrist í bakgrunni*: Emil, afi er í símanum

HAHAHAHAHAHA

|

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Meginatriði síðustu daga

Ég ætla að byrja á því að starta nýjan "fastan lið". Bloggari "vikunnar". Þar sem bloggmetnaður minn hefur hinsvegar að nokkru leyti dvínað, í takt við eril og annasemi, þá ætla ég að taka það inn í reikningin að bloggið mitt er ekki, og mun aldrei verða reglubundið. Því mun þetta ekki kallast bloggari vikunnar heldur bloggari líðandi stundar. Kapeesh? Good.

Bloggari líðandi stundar þessa líðandi stund mun vera hún Anna mín (þekkt í veröld vefsins sem Isis)

(Henni finnst þessi mynd ekki flott. Upp með hönd sem er 100% ósammála! *réttirupphönd")
Ég ætla að nefna nokkrar ástæður fyrir vali mínu:
1. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að blogga og er því enn á "nýjabrums" stiginu, sem lýsir sér í tíðum og löngum bloggum. Dásamlegt
2. Þessi tíðu og löngu blogg héldu í mér lífinu í danaveldi
3. Hún veit aldrei hvað hún ætlar að skrifa um og endar því alltaf með frábærlega langar og spontant pælingar, en ekki eitthvað fyrirfram ígrundað rugl í alltof kjarnyrtum setningum.
4. Hún er fyrst í stafrófinu

---------------------------------------------------------

En já, ferð mín til danmerkur var nokkurnvegin svona:

Dagur 1 - þriðjudagur.

Við vörðum eiginlega öllum deginum í að ferðast. Komum svo loks til Helsinge (hefur einhver séð Fucking Åmål? Þessi staður var Åmål, í 3 veldi) og hittum danina okkar. Það voru samt ekki allir komnir og því var alveg laaaaangur hálftími þar sem við sátum öll eins og fífl, borðuðum græna danska köku og leið eins og við værum á Amish samskiptastund. "Við viljum að börnin í okkar þorpi kynnist börnunum í næsta þorpi í vernduðu umhverfi. Því munum við setja þau saman í eitt herbergi, segja "nú verða samskipti" og húka svo yfir þeim eins og krákur". Í stuttu máli var þetta mjööööög óþægilegt.
Hápunktur dagsins: Beyglan. Nánari útskýring: Í lestinni á leiðinni til Åmål létum við flestar eins og fífl. Sungum Haukur Hólmsteinn lagið eins hátt og við gátum, flissuðum og töluðum hátt. Týpískur stelpuhópur í útlöndum. En í lestinni var ein dönsk kona, dálítið slavnesk í útliti, með litað appelsínugul-ljóst hár sem var afar úfið og leiðarljóslegt, mjög mikinn farða og alveg rauðklædd. Sama hversu mikil læti við vorum með, hélt hún fullkomlega andliti. Konan var með járnhjarta, þetta var stórfurðulegt. Við náðum mynd af henni! SCORE!

Dagur 2 - miðvikudagur

Þurfti að vakna klukkan hálfsex. HÁLF SEX! Stelpan ætlaði fyrst að láta mig vakna klukkan fimm en ég sór að ég myndi vera búin að taka allt til kvöldið áður og vera fljótari en mér væri mannlega mögulegt. Því fékk ég að fara á fætur klukkan hálfsex. So grateful I am. Danir eru steiktir. Allir þessir krakkar fóru alltaf á fætur klukkan sex og að sofa klukkan níu. Það er klukkan 4 og 7 að Íslenskum tíma. Ef þau fara út að djamma, sem nokkrir gerðu (ekki ég, minn dani var spenntari fyrir að vera heima og gera ekki neitt), hella þau sig full klukkan 7 (því þau mega kaupa áfengi) og eru svo komin í rúmið klukkan 11. Óskiljanlegt. En þennan dag fór ég fyrst í 2 tíma danskan líffræðitíma sem var tímasóun, því ekki kann ég dönsk fræðiheiti, og sat því aftast og tók mynd af borðinu mínu. Á því stóð "Look at my sexy body. I am hot" Þetta fannst mér ólýsanlega fyndið. Svo var líka farið í enskutíma sem var ívið skemmtilegra, því þar skildi ég í það minnsta eitthvað.
Hápunktur dagsins: Bó gaurinn. Ég held að hann hafi heitið Emil (borið fram Imíííííl) en hann var alveg eins og Bó! Því til sönnunar tók ég mynd af honum. Hví ekki, ég sé hann aldrei aftur?

Verð að fara, klára þetta seinna, það er hvort eð er betra, ég hef svo mikið að segja að það er best að lesa þetta í áföngum

|

fimmtudagur, apríl 01, 2004

DANMOOOOORK

Eg get ekki talad lengi. Eg er i danskri matarveislu, sem er frekar surt. Vid fengum orsnogga pasu sem eg notadi til ad skjotast i tolvuna. Kjaninn eg. Svo tad ma gera rad fyrir ad eg muni hætta fyrirvaralaust. Fun stuff. Danirnir hafa hraunad algerlega yfir tonlistina okkar og sett a einhverja lyftutonlist. Tau komu med pasta og pizzur og kjotbollur i veisluna en vid vorum skikkud til ad koma med (uppstufslaust) hangikjot og flatkokur, svo nu halda tau ad vid seum hinir mestu villimenn. En tad eru i raun tau sem eru villimennirnir, teym er leyft ad kaupa afengi at the tender age of 15 svo tau eiga tad til ad hella sig dulitid full. Tau hafa nu tegar sogad med ser nokkra ur okkar flokki nidur i hyldipid. Nei nu yki eg, tau eru vænstu skinn. Eg hef hinsvegar hugsad mer ad................ verd ad fara. To be continued

|