sunnudagur, júlí 31, 2005

Fram á morgun...

Klukkan er 20 mínútur í 5 að sunnudagsmorgni, og ekki aðeins er ég á fótum (duh), heldur var ég að koma heim af innipúkanum. Þetta telst til tíðinda þar sem ég held ég hafi aldrei verið jafn sein heim, nokkurntíma. Ég setti einnig persónulegt met í dansi, og úff hvað fæturnir mínir eiga eftir að finna fyrir því á morgun!
Ampop voru stórfínir,
Cat Power var heillandi en ég verð að viðurkenna að mér var farið að leiðast dálítið undir lokin hjá henni,
Reykjavík voru frábærir, og ekki spillti fyrir að sjá sæta afgreiðslumanninn í eymundsson berja húðirnar.
Þórir var eins frábær og hann á að sér að vera (og já, ég þarf að muna að baka fyrir hann köku...),
Jonathan Richman var YNDISLEGUR,
Mugison var vægast sagt magnaður, þetta var í fyrsta skipti sem ég sá hann live og ég verð aldrei söm!
Ég heyrði ekki sérlega vel í Apparat þar sem ég var of upphypuð við að dansa við tónlistina (meikar þetta sens?) en þeim tókst að rífa mig úr sætinu svo um munaði
Brim voru skrýtnir og stórskemmtilegir.
og Stórsveit Nix Noltes var bara gamla góða Nix Noltes. Ég var trítilóð

Ég er bara að blogga til að fresta því að fara í sturtu. Ég á pottþétt eftir að sofna í sturtunni. Svo er það bara annar eins dýrðardagur eftir... hálfan sólarhring
Ætli ég verði ekki að tussast í sturtu. Ohh

|

föstudagur, júlí 29, 2005

ohhh

Vá, ég er búin að skrifa alveg 3 ótrúlega glataðar og vonlausar færslur sem ég hef hætt við að birta, sökum almenns leirburðs og gæðaleysis. Hver vill heyra um hrakfarir 16 ára stúlku sem hatar að vera ástfangin og vill bara elska hesta eða ritverk Paolo Coelho eða eitthvað, og lifa hamingjusöm til æfiloka.
Ég er hætt við, ég ætla bara að skrifa aðra stutta punchline-lausa færslu af því að allt langa bókfellið í hausnum á mér er undirlagt af væmni og aumingjaskap.

|

fimmtudagur, júlí 28, 2005

önnur stutt en miður laggóð

Það bregst ekki að alltaf þegar ég er að fara að sofa, og er búin að slökkva ljósin og taka af mér gleraugun, þá þarf ég BRÁÐNAUÐSYNLEGA að leita að einhverju. Þetta veldur mér takmörkuðum óþægindum en nokkrum þó...
Ég nenni ekki meir, ég er sybbin og pirruð

|

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Kæru vefstjórar myspace

Hvernig getur það staðist að ég þurfi að vera skráð inn til að geta skráð mig inn?

|

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Úllala

Eftir mikið suð gaf mamma sig loksins, og opnaði dyrnar fyrir tæknimanni sem vildi ólmur setja upp ókeypis þráðlaust net fyrir okkur. Hljómar ekki eins og svo stórt stökk fyrir okkur meðaljónana en móðir mín er nú algerlega útfríkuð og hún myndi eflaust setja þjónustuver símans á speed dial ef hún kynni það. Það kann hún ekki.
Vegna þessa tækniótta lá netið svo niðri í heilan dag í gær. Ég tók loks af skarið eftir að mamma hafði býsnast mikil ósköp yfir þessari fjandans tölvu, var sett á bið og hlustaði á Ruby Tuesday og fleiri góða slagara í sléttar 22 mínútur takk. Þá kom einkar elskulegur þjónustufulltrúi í símann, benti mér á on/off takkan, sagði mér að slökkva, bíða smá og kveikja aftur. Og viti menn! Kemst ekki líf í þessa elsku! 22 mínútur....

Tilgangurinn með þessari löngu og punchline-lausu (ég kýs að halda að það sé krúttlegt) sögu er enginn. Ég er bara að tékka á Bóasi sem aldrei fyrr, og ég elska hann sem aldrei fyrr. Kallið mig veraldlega, en hann er bæði fallegur, einfaldur, hjálpar mér að henda reiður á tilveru minni, kemur mér á óvart (netið er á víetnömsku, svo oftar en ekki klikka ég bara á eitthvað og sé hvað gerist) flytur mér ljúfa tóna og segir mér sögur af umheiminum. Hver þarf kærasta?



Foxxxeh!

|