mánudagur, október 31, 2005

Ooo, þessir frasar sem þau pikka upp í vinnunni, krúttípúttí

Ohh, það er bara OF freistandi að blogga um mömmu, aftur. Þessi kona er gangandi steik.

Ég og mamma vorum sumsé eitthvað að kýtast og ég þóttist fara í massa fýlu, og þá sagði móðir mín: "bíddu... var ég að móðga mömmu þína eða?!"
Og það besta var að hún GAT ekki fattað af hverju mér fannst þetta asnalegt.

|

sunnudagur, október 30, 2005

Nohh!

Ég hef uppgötvað hjá mér náðargáfu. Eða já... samt eiginlega ekki náðargáfu en það virkar ógurlega mikilvægt og kúl að hafa náðargáfu svo ég stend við það. Ég er sum sé nokkuð mikið góð í að spotta Íslendinga frá öðrum þjóðum (vóhóhó, merkilegt, ekki satt?). Það að spotta hverjir eru túristar er náttúrulega bara pís of keik. Ef það úlpurnar og rammagerðar-pokarnir koma ekki upp um þá, þá eru það fínni hlutir eins og vatnsflaska, brún augu og dreddar eða yfirvaraskegg og gróskumikið, grásprengt hár.

Svo er það annar handleggur að koma auga á fólkið sem er búsett á íslandi, en er ekki íslenskt. Þar eru engar úlpur og vatnsflöskur til að gera manni þetta auðvelt, en temmilega stórt nef og burstaklipping á karlmanni gefur oftast til kynna að hann sé pólverji, sérstaklega ef hann er dálítið hvasseygur. Pólsku konurnar eru sumar með nef í stærra lagi og oftar en ekki með litað hár, í gallabuxum og dálítið gellulegum skóm, nokkuð oft málaðar um augun. Þetta eru engir fordómar (gott að hafa vaðið fyrir neðan sig sko) en þegar par eftir þessari lýsingu kemur á kassann í IKEA, fylgir oftar en ekki bjöguð íslenska og debetkort sem á stendur Wosznyiek Pazlinsky eða eitthvað viðlíka (já, ég tékka á nafninu, ég er lúði). Þessi leikur styttir mér oft stundir í ógeðslega leiðinlegri vinnu, og mér finnst gaman að sjá fólk labba að kassanum, fá einhverja flugu í höfuðið um það, og fá svo grun minn staðfestan með því að hlusta. Ef kona undir 55 ára kemur og er með þykk (svona stækkunarglers-þykk) gleraugu, þá eru sláandi líkur til þess að hún sé annaðhvort bresk eða bandarísk, því íslenskar konur þykjast vera of töff fyrir svona. Íslenskar konur eru hinsvegar ótrúlega oft í mjöööög ljótum úlpum. Bandarískar konur koma alltaf í IKEA í stórum flokkum ef þær eru yfir fertugu, en ef þær eru yngri eru þær með mönnunum sínum og setja börnin sín í boltaland og segja þeim að haga sér vel og hlýða fóstrunni. Íslenskar mömmur segja sjaldnast börnunum sínum að hlýða fóstrunni.

En ástæðan fyrir því að ég vakti máls á þessu var hinsvegar sú að ég kom sjálfri mér á óvart með þetta áðan. Ég google-image-searchaði nafninu Klara áðan af því að ég er lúði og með frestunaráráttu á mjög háu stigi. Ég var í rólegheitunum að fletta í gegnum niðurstöðurnar þegar ég stoppaði á einni mynd. Hjá henni stóð Klara eins og hjá hinum 66.900 myndunum, en eitthvað sagði mér af þessari mynd fyrir neðan, í um það bil þessari stærð fyrir neðan, að þessi gella væri íslensk. Ég klikkaði á píuna og viti menn! Djamm myndir af ræðuliði Verslunarskóla Íslands! Seisei.

|

laugardagur, október 29, 2005

Fekk hvað þessir hljóta að vera geðveikir live

|

mánudagur, október 24, 2005

Sami gamli

Ég komst í gær í tölu þeirra sem dreyma að þeir séu einhversstaðar og fatti að þeir séu naktir. Ég var í IKEA.

Ég var sumsé á vappi um ganga IKEA á jólaútsölunni, þegar ég fattaði það að ég var algerlega topplaus. Ég lét þetta svosem takmarkað á mig fá, fór bara í póker með öllum tuttuguogfimmára lagerstrákunum og reykti eins og strompur. Topplaus. Svo kom fyrrverandi kerrustrákur sem var orðinn lögga og handtók mig. Topplausa. Ég vaknaði, eins og eðlilegt er, algerlega hvumsa. En blessunarlega ekki topplaus.

|

þriðjudagur, október 18, 2005

I dreamt one thousand basketball courts

Ég er að hlusta á K-hole með CocoRosie, en það er nýja sem-verður-nauðgað-til-andskotans-lagið mitt, enda hef ég líklega hlustað á það svona 50 sinnum síðan ég keypti diskinn, sem var á föstudaginn.
Það er geðveikt og þunglynt og einhæft. Ég elska það, og ég elska hvað þokan í hausnum á mér meikar mikið sens þegar ég hlusta á það.

Það er líka þoka úti, voða rómó eitthvað, nú er kominn tíminn sem maður fer í þykka úlpu og á kaffihús og þess háttar. Ég hlakka bara þónokkuð til.

Meira síðar. Þá ætla ég að hlusta á Hives eða Strokes eða jafnvel gerast ýkt indí og hlusta á The Go-Team, og blogga af krafti og orku, sjáiði til! Kannski verður Njáluferðin líka ferð ferðanna, kannski verður æst slúður úr henni og ég hef ekki við að vélrita það upp í kjarnyrtum og hnyttnum setningum. Kannski (lesist: líklega) verður hún frekar viðburðalítil, og þá neyðist ég til að tala bara út um rassgatið á mér um allt og ekkert. Hvað sem því líður er ég búin að ákveða að ég verði að bæta bloggið eða drepa það algerlega. Báðir kostirnir eru álíka freistandi. En mér finnst bara eitthvað nostalgískt við það að vera með nánast óslitið arkíf frá því í apríl 2003 (tékkið annars endilega á því arkívi, það er frábært, ég sagði ,,gegt" og "eikker" og tók sjálfspróf á quizillu)

Takkfyrirbless

|

föstudagur, október 14, 2005

ekkert gott eða gott ekkert?

Í dag áskotnaðist mér CocoRosie diskurinn nýji og hann er núna á repeat í Bóasi blessuðum, sem ég fékk aftur í dag eftir að Björgvin var með hana í láni í 2 daga. Ég hélt ekki að það gæti verið svona erfitt að vera aðskilinn frá tölvunni sinni, en hann á sér nú nafn og hann syngur fyrir mig. Ætli ég þurfi ekki bara að fara að stunda hugleiðslu eða eitthvað. Ég drekk og blæs á mér hárið og elska tölvuna mína stundum meira en sjálfa mig. Jájá.
Í dag svaf ég til 1 og borðaði beyglu í morgunmat og las blaðið og flautaði við Sigur Rós í korter og horfði á ekkert í sjónvarpinu. Hátindur dagsins var þegar ég fékk mér kakóbolla á kaffihúsi og þegar ég hoppaði niður tvær tröppur og pilsið mitt ákvað í samráði við vindinn að í dag væri ég Marilyn Monroe. Bottom læn: Í dag gerði ég ekki rassgat og það var geðveikt! Ætlaði að skrifa fokking geðveikt en sá að mér. Hætti svo við að sjá að mér. Góð saga, Klara (vocativus).
Ég er farin að blóta miklu meira eftir að ég fékk bílpróf. Segi "drullið ykkur áfram!" og "bíddu, missti ég af fokking fráreininni!" og fíla mig ógurlega töff. Það næsta sem ég veit er að ég er komin á gulan sportbíl sem spilar Sean Paul krónískt í botni í græjunum, tek hljóðkútinn úr og keyri á 80 í fáförnum, plebbalegum íbúðarhverfum.

|

sunnudagur, október 09, 2005

Mér er óglatt..

Rétt í þessu fékk ég að heyra það ljótasta sem nokkru sinni hefur verið sagt við mig
komment um það hvað ég sé frábær og að grimmt fólk sé hvort eð er bara með minnimáttarkennd eru vinsamlega afþökkuð. Hvoru tveggja virðist þessa stundina vera algerlega rangt.

|