miðvikudagur, maí 25, 2005

Ég veit að ég er farin að blogga fullmikið um mömmu mína en....

mamma (að taka til í skápnum sínum): Hey, heldurðu að þú getir notað þetta belti?
ég: Njaaa...
M: Á ég þá ekki bara að gefa það í Gráa Hundinn?
É: Ha??
M: Æi hvað heitir það aftur?
É: Rauði krossinn?
M: Já, einmitt!

|

þriðjudagur, maí 24, 2005

Skinka

|

sunnudagur, maí 22, 2005

piff, karlmenn

ég sit á Iðu, alein með Bóasi. Ég sagði afgreiðslumanninum brúneyga að ég væri að bíða eftir vini mínum og ætlaði því ekki að kaupa neitt strax. Nú, 45 mínútum síðar, lít ég því nokkuð kjánalega út. Ef ég væri Carrie Bradshaw væri þetta sennilega vandræðalegasta atvik lífs míns og ég sæti rjóð í kinnum og kroppaði feimnislega í manolo blahnik skóna mína og reyndi svo að tæla brúneyga afgreiðslumanninn. En ég er ekki Carrie Bradshaw og sit því pollróleg, hangi á msn og bíð eftir að Emil, sem hringdi í mig fyrir 20 mínútum og sagði að það væru minnst 20 mínútur í hann. Í dag ætla ég að vera umburðarlyndið holdi klætt. Enda finnst mér dálítið fyndið að ástæðan fyrir hinni miklu seinkun er að eitthvað kjöt er farið í algera steik heima hjá honum. Svona fer þá fyrir kjötætum! Ekki það að ég hafi ekki klúðrað tófú svona þrjú þúsund sinnum þar til mamma sagði "hingað og ekki lengra" og hætti að kaupa það. En það er bara svo geðveikt þægilegt að vera fordómafullur og tengja alls ótengda atburði í eina allsherjar samsæriskenningu.

Vá hvað það er spiluð ógeðslega leiðinleg tónlist á Iðu

Ég gúglaði afsakið hlé, en fékk ekki afsakið hlé. Það sem ég fékk var hinsvegar mjög athyglsivert

|

mánudagur, maí 16, 2005

go wit da flow, ho

Dagurinn í dag einkenndist af því að mér fannst ég eiginlega ekkert hafa stjórn á eigin lífi. Ég hallaði mér bara aftur í áhorfendastúkunni og lét mig fljóta. Það var ekki sérlega þægilegt, né heldur skemmtilegt en þannig var þetta bara í dag. Ég vaknaði bara þegar ég var búin að sofa, mókti langt fram eftir degi, álpaðist svo út á íþöku. Þar sat ég svo heillengi, en afköstin voru gífurlega lítil miðað við tímann sem ég varði þarna. Þura sagði mér að ég væri svolítið eins og þegar maður tæki upp símann. Bara sónn.
Svo ákvað ég að ég hefði ekkert að gera á íþöku, en ég nennti ekki heim og vissi eiginlega ekkert hvert ég átti að fara. Varð bara nokkuð fegin þegar ég fattaði að ég var hvorki með síma né veski og þá var ákvörðunin tekin fyrir mig, ég hjólaði heim á leið. Þegar heim var komið áttaði ég mig á því að ég var heldur ekki með lykil, fór til ömmu til að sækja lykilinn og endaði á því að borða upphitaðan lax og ís með sultu og horfa á myndina um Fridu Kahlo með þeirri gömlu. Og nú er ég hér og mér líður af einhverjum ástæðum eins og ég sé platan The Virgin Suicides með Air.

að lokum gúglaði ég go with the flow og nældi mér í þessa fallegu mynd úr O brother, where art thou? Nú ætla ég að fara að sofa. Vonandi verð ég aðeins meira lifandi á morgun.




Fokk ég var að muna að ég gleymdi að skila spólu! Djöfulsins

|

laugardagur, maí 14, 2005

Kæra dagbók

Í dag sá ég mann sem var sláandi líkur George Michael. Það þótti mér merkilegt. Hann var líka með hund, en hundurinn hans var pinkulítill og afar loðinn.
Takkfyrirbless

|

þriðjudagur, maí 10, 2005

innantóm MSN samskipti

ég er að tala við tvo stráka sem eru kunningjar mínir á msn. Við hvorugan hef ég nokkuð markvert að segja, en maður reynir að kreista eitthvað fram samt, sem leiðir ekki til neins áhugaverðs svo ég er bara hætt.

Fokk klara, þú hefur slegið persónulegt met í lélegri bloggfærslu. Og fyrir 2 ára bloggsíðu er það mikið. Of mikið

|

fimmtudagur, maí 05, 2005

Baby spice

Mig dreymdi í nótt að ég væri að krydda Einar með indversku garam-masala kryddi. Ég ætlaði ekkert að borða hann eða neitt svoleiðis, vildi bara krydda hann dálítið

Ætli þetta hafi eitthvað að gera með.....

...Emmu Bunton?



Í öðrum fréttum fór mamma til Kaupmannahafnar í dag og tók metnað minn til lærdóms með sér. Ég get ekki lært þegar ég er ein heima. Það er eiginlega hálf aumkunarvert.

Dagný systir á afmæli í dag. Ég ætla að baka handa henni köku. Ekkert segir afmæli eins og kaka.

|

miðvikudagur, maí 04, 2005

Örlítið sein áðí en hei...

ég var að fatta að þessi bloggsíða varð 2 ára gömul þann 10 apríl. Það er magnað.


Fyrir tveim árum...
...Fannst mér kúl að hafa síðu með z í nafninu. Mér hefur verið sagt að þetta sé verZlólegt en kommon, maður falsar ekki söguna
...var ímeilið mitt butterfly0904@hotmail.com
...Skrifaði ég eikker í staðinn fyrir einhver og gegt í staðinn fyrir geðveikt, jú eða bara tussutrippað eða eitthvað
...ofnotaði ég spurningar- og upphrópunarmerki
...Tók ég próf á netinu um hver minn innri strumpur væri... það var reyndar kúl
...Var ég einmitt, eins og nú, að fárast yfir helvítis eðlisfræðiprófi
...Ætlaði ég sko EKKI í M.R. Oj.
...kunni ég ekki HTML kóða
...Hafði ég aldrei drukkið kaffi
...Hafði ég aldrei drukkið áfengi
...Var ég sú eina af vinum mínum sem átti púnkturblogspot síðu
...Var ég ein af mjög fáum vinum mínum sem átti yfirhöfuð bloggsíðu

Mér finnst ég vera orðin gömul. Ég þarf ötullega að minna sjálfa mig á að ég er bara 16 ára.

|

þriðjudagur, maí 03, 2005

I've got the feeling I'm never home

Ætli mannveran sé ekki eina lífveran sem nokkurntíma hugleiðir, eða jafnvel framkvæmir að taka eigið líf



Plata stundarinnar er annars Handwriting með Khonnor. Ég er húkt eins og þeir segja.

|

Hangin' out

Ég er að passa Einar. Við erum að hlusta á Johnny Cash og reykja handvafðar sígarettur, og höfum það bara nokkuð fínt. Ég var reyndar að djóka með sígaretturnar.
Vá hvað maður er ógeðslega bloggandlaus í prófum. Það meikar reyndar sens því líf manns snýst um að fara yfir og sýna kunnáttu sína á námsefni. Hresst færsluefni þar á ferð

estoy
estás
está
estámos
estáis
están

Virkar temmilega einfalt þar til hinar tíðirnar þrjúþúsund bætast við

Lifið heil



Gerber baby - af því að ég var að gefa Einari gerber graut og nú sefur hann eins og grjót. Hallelúja!

|