sunnudagur, ágúst 28, 2005

hin ýmsu form myglu

ógeðslegi skyrdrykkurinn sem ég hafði ekki lyst á að innbyrða og gleymdi svo í töskunni minni hefur aldeilis hefnt sín fyrir höfnunina og breyst í efnaverksmiðju merka. Ýldulyktin sem leggur nú upp úr töskunni minni, undirstrikar svo leti mína við að læra lexíurnar og því sé ég fram á að fara ólesin í háttinn á sunnudagskvöldi og líða almennt eins og skúrki.
Þar að auki hef ég sett persónulegt met í stuttum tíma fram að skólaleiða, yfirleitt heldur maður þetta allavegana út október, ef ekki nóvember, en þetta árið er ég á 4 dögum komin með svo gersamlega upp í kok að mig langar mest til að stinga af og vinna sem þerna á vegahóteli í suðurríkjunum. Þetta skánar þó vonandi allt þegar Herranótt er komin á laggirnar. Ég tala ekki um annað.

p.s. af hverju er að einhverju leyti sama lyktin af mygluðu skyri og brauði sem er að hefast? Ég er á málabraut

Þessi kona er að mygla eins og ég. Samt væntanlega af öðrum og átakanlegri ástæðum, mamma heldur reyndar að þetta sé gabb og ég er klofin í afstöðu minni hmmmm... Í leit minni að myglumynd rakst ég reyndar á myglaðan svínaheila og við það varð mér gífurlega heitt í vinstri olboga... sálgreining, einhver?

|

föstudagur, ágúst 26, 2005

Busakynningin var haldin í gær, og öll undirfélög MR kynntu sig og sína starfsemi. Það var altént planið, en þetta varð aðallega tækifæri til að stríð busunum eða gantast dálítið. Okkar atriði (herranætur, þ.e.a.s.) var svo engin undantekning, en við ákváðum að auglýsa allt sem við værum ekki og gerast gífurlega artí fartí með sjálflýsandi gleraugum, treflabúningum dauðans, puttamálningu, stjörnuljósum og ræðu um ágæti líkamlegrar tjáningar.
Frétti það að fólki fannst þetta almennt bara mjög skondið, en ef til vill er það ekki marktækt þar sem ýmsir eru talsvert meðvitaðir um hinn alræmda ofurbusalista.
Svo kom róðrarfélagið með þá alflottustu busahrellingu sem hægt er að ímynda sér, sjóið var svo magnað að ég fékk fiðring í magann. Þar að auki varð ég ólýsanlega fegin að vera ekki busi, þar sem þeir hafa eflaust nokkrir pissað í sig af hræðslu.

svo er það bara áfram Herranótt! Námskeiðin hefjast bráðum! je!

|

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

fyrsti dagurinn...

2 blaðsíður af glósum við 2 blaðsíður af texta bara GETUR EKKI passað!

|

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Sprout and the bean

Ég og ingibjörg erum að gera tilraun til að laga til eftit fíaskóið mikla fyrr í "kvöld" (kannski rangt að segja kvöld þar sem klukkan er að vera hálfsex orguns)

Við erum að hlusta á Joanna Newsom og borða afgangs snakk og húner í norskir ullarpeysu og ég er í blautu bæjarf0ötunum em var ekki planið, bæjarferð var ekki einu sinni planið bött vott kenn jú dú?

Svo er ég með blópð á hendinni eftir að hafa leitt vinkonu mína sem skar sig á glerbrotum. Allt þetta leggst á eitt ásamt snakklyktinni og þreyhtunni í augunum mínum.

Ég vona að ég verði ekki allt fo þunn á morun af því að ég er að vinna sem er ekkert allt af æst stuð

Ingibjörg er að hlæja að mér. Ég held barasta að mér þyki talsvert vænt um hana

annars var þetta bara góð afmælisveisla. Það var nóg af fólki, og flestöllum fannst gaman, held ég. Ég fékk helling af gestgjafabjór og tónlist og bækur sem er búbót mikil.

hvað er ég að bulla

fyrir þá sem komu, takk fyrir mig :) það gladdi mig að sjá ykkur

|

föstudagur, ágúst 05, 2005

In the place where I have what it takes

Ég hringdi mig inn veika í dag. Í ljósi fyrri ummæla vil ég taka það fram að um raunveruleg veikindi er að ræða. Ég vil einnig taka það fram að ég hef aldrei horft á stakan þátt af Dawson's Creek. En það er önnur saga...
Altént... Upprunalega planið var sumsé að vinna 13 tíma í dag, og afreka því fátt annað þann daginn. Leiðinda hálsbólga kom mér hinsvegar til bjargar, og ég er alveg til í að fyrirgefa henni hausverkinn og kyngierfiðleikana þar sem hún gaf mér tækifæri til að...
...klára nýju Harry Potter bókina
...horfa á 2 videospólur
...stúta heilli dollu af ben&jerrys smákökudeigs-ís, undir því yfirskini að ætla að draga úr hálsbólgunni
...skrifa þetta blogg
...taka til í herberginu mínu (ókei, ókei, það er á stefnuskránni)
Fram að þessu hef ég alltaf ætlað mér að vinna til þess að lifa en ekki lifa til þess að vinna. Núna hef ég hinsvegar allt í einu fengið þá flugu í höfuðið að mig langi til að stefna aðeins hærra. Kannski ég fái mér einhverja vinnu sem ég er ekki fegin að hringja mig inn veika í...

P.S. þessi er reyndar erfiður, en ég skal splæsa ís á þann sem fattar í hvaða lagi titillinn er...

|

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Krísur í Krísuvík

Ég var að vakna, og það er nákvæmlega
    ekkert
sem hef rekist á sem ég hef minnstu löngun til að borða. Ég gerði heiðarlega tilraun til að fá mér eina af fíkjunum sem móðir mín er svo sólgin í þessa dagana, en hún bragðaðist eins og gubb og því hef ég hætt við allar ráðagerðir henni tengdar.

Svo er það bara vinnan eftir... klukkutímaogeinamínútu... and counting. Mér líður svolítið gagnvart vinnunni eins og gagnvart frekar ógirnilegu hlaðborði í fjölskylduboði. Maður sækir í það því maður hefur faktískt ekkert betra við tímann að gera, og að vissu leyti fær maður eitthvað fyrir snúð sinn, en núna eru allir góðu réttirnir búnir og ég orðin svo pakksödd að ef ég fæ mér einu sinni enn á diskinn þá æli ég. Ég er sumsé komin svo með svo þokkalega upp í kok af vinnunni að mér er skapi næst að hringja mig inn veika þessar næstu tvær vikur sem ég á eftir. En það er ekki minn stíll.

Krísuvík?

|

mánudagur, ágúst 01, 2005

...sólarhring síðar

Ég er of þreytt til að nefna allar hljómsveitirnar, flestar voru góðar þótt metalsveitirnar sem spiluðu um kvöldmatarleytið hafi verið dálítið erfiðar fyrir hljóðhimnurnar. Blonde Redhead áttu hug minn og hjarta í kvöld!

Núna, eins og argasta grúppía á ég tónleikaarmband, áritað af Amedeo í Blonde Redhead, símanúmer í vasanum sem ég veit ekkert hver á og hef því ekki hugsað mér að nýta, föt og hár ilmandi af reyk og svita, og tvö, þreytt, suðandi eyru.

Ætli maður geti ekki farið að sofa með góðri samvisku...

|