þriðjudagur, september 27, 2005

Klara Ökuþór

hér eftir skal kalla mig klöru P. P fyrir power! Nei oj, það er með því hallærislegasta sem ég hef heyrt! Það er ekki pointið í þessu, pointið í þessu er það að ég er komin með bílpróf og fæ því tækifæri til þess svona dags daglega að hafa 300 hestafla framlengingu af rassinum á mér. Með öðrum orðum; power.
Dagurinn í dag fór í að keyra um eins og mér væri borgað fyrir það. Því er reyndar þveröfugt farið þar sem bensín er tussudýrt en mamma ákvað að rukka mig ekki fyrir bensín svona fyrsta daginn. En ég keyrði sumsé, og afrekaði eftirfarandi í dag:
fara á 80 (löglega að sjálfsögðu)
fara í 5 gír (þegar ég var á 80)
svína (úbbosí)
taka U beygju (rooookk!)
keyra með huuges Ikea kassa sem náði aftan úr skotti og upp á öxlina mína
keyra með handbremsuna á
keyra á kringlumýrarbrautinni með háu ljósin á
vera gaurinn sem pantar í drive through
keyra í burtu áður en pöntunin okkar var komin

Þar fyrir utan gerði ég lítið sem ekkert, nema hvað emil keypti sér bragðaref með bláberjum, mars og hnetusmjörssósu. Hann var VÆGAST sagt ógeðslegur, en Emil blessunin smyglaði samt einni skeið upp í mig meðan ég var í hláturskasti sem fór ekki betur en svo að ég frussaði hnetusmjörs-ís á innanverða bílhurðina og slefaði svo tignarlega afganginum niður á gangstétt. Ohh ég er svooo ladylike!

Maður gúglar ice cream splatter og hvað fær maður?!? fokking Jessicu Simpson!

takkfyrirbless

|

þriðjudagur, september 20, 2005

Jæja, eg var vist klukkuð

Magnea klukkaði mig og ég þarf að deila 5 hlutum með heiminum sem enginn veit. Sem er fjarskalega erfitt þar sem ég er gjörn á að láta flestallt bara flakka. En here goes nothing!
1. Ég held að ég sé laumukennarasleikja. Ég hata það, en ég missi mig alltaf í einhverri athyglissýki og veit EKKERT afhverju...
2. Mér finnst gaman að klippa á mér neglurnar, en bara þegar þær verða alveg beinar og festast ekki í sokkabuxunum.
3. Mér finnst allt við varalit ógeðslegt. Lyktin ohhh!
4. Ég hugsa stundum um það að mig langi til að deyja hetjudauða. Tækifæri til slíks eru þó heldur fá á Íslandi, og kommon, ég er chubby áriáundan-stelpan, ekki beint wonderwoman.
5. Ég er skotin í busa (omg). Ég mun þó hvorki láta neitt uppi um hver það er, né þá heldur gera eitthvað í því. Barnaperri er ég enginn!

Ef einhver ykkar vissi eitthvað af þessu fyrir má hann/hún láta mig vita, því þá þarf ég að finna eitthvað nýtt.

|

sunnudagur, september 18, 2005

kjáninn ég...

... að halda að það gæti verið einhver á MSN klukkan 5 um morgun
... að halda að ég sé eitthvað annað en sidekick
... að finnast það líkamlega sárt að sakna einhvers
... að vera vakandi klukkan 5 um morgun daginn fyrir vinnu
... að halda að það sé gaman að vera edrú á Gauk á Stöng (hvorki diss á þá sem stunda Gaukinn, né þá sem eru edrú, en þetta er ekkert súper gott kombó)
... að halda að mjórri upphandleggir séu lykillinn að félagslegri velgengni
... að langa í hluti sem ég get ekki fengið
... að geta ekki verið heima án þess að sækja óeðlilega mikið í bloggsíður, kaffi og þunglyndislega tónlist
... að veðja alltaf á rangan hest í öllu
... að plögga Herranótt OF grimmt
... að vona virkilega að fólk hætti við að koma í Herranótt
... að vera ófrumleg og skrifa punktafærslu

Sængin er óneitanlega freistandi akkúrat núna. Sérstaklega þegar ég leit á klukkuna í símanum og sá 05:22 og stillti svo vekjaraklukkuna á 11:00.

|

fimmtudagur, september 15, 2005

A king at night

Ég er dálítið angurvær núna, er að hlusta á A King At Night með Bonnie Prince Billy með tárin í augunum yfir því hvað það er fallegt. Það fær mig til að langa til að skrifa texta sem fá ungar stúlkur í tilvistarkreppu til að fá tárin í augun. Þess í stað maula ég bara suðusúkkulaði, halla mér aftur og læt mér nægja að fylgjast með í smá stund, í stað þess að framkvæma. Ég mun aldrei komast í hálfkvisti við hann Will blessaðan Oldham.

|

miðvikudagur, september 14, 2005

dagur aðgerðaleysis

Ég er veik heima. Ég kann ekki að vera veik heima. Ég get ekki sofið, ég get ekki staðið en ég get ekki heldur setið kyrr, og ég er búin að skipta um stöð á sjónvarpinu svona þúsund sinnum. Akkúrat núna er ég að horfa á eitthvað rooooosalega politically correct barnaefni á Disney rásinni. Þetta eru svona veltikallar, og einn er svartur, einn er indverskur, einn talar með sveittum cockney hreim, einn er svona töffara-hvítur og einn er svona gleraugna-nörda hvítur og svo er ein geðveikt gáfuð stelpa. Öll eru þau allra bestu bestu bestu vinir vinir allra bestu bestu bestu vinir! (lag úr sunnudagaskólanum þegar hann var alveg málið hjá mér)
Annars hef ég haft spurnir af því að búið er að semja um 10 þáttaraðir af Lost. Sem þýðir að ef ég held tryggð minni, og Ríkissjónvarpið heldur tryggð sinni mun ég ennþá vera að horfa á þessa blessuðu þætti þegar ég verð orðin 28 ára gömul. En vá maður, hvað er hægt að flækja eitt plott mikið?!

Nú er ég komin á DR1 og er að fræðast um rússneska sirkusmenn í Danmörku. Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk. Ég ætla að fara að leggja mig!

|

mánudagur, september 12, 2005

kaldhæðnisleg þessi síðasta færsla.
Ég er sybbin og veit því ekkert hvað skal skrifa næst. Dagurinn fór í lestur undir ökupróf og bíóferð. Annað var frábært. Þið megið geta hvað.

Mamma mín gerði upp gamlan barnastól fyrir Einar að sitja í þegar hann kemur í heimsókn. Hún hringdi í Dagnýju, alveg úber spennt og sagði henni að hún þyrfti að koma því hún vildi sýna henni dálítið, og hefur verið að hringja og reka á eftir henni í allan dag. Nú er Dagný orðin svaka spennt og er búin að bíta í sig að það sé kominn leynigestur frá útlöndum. Þetta finnst mér fyndið.

|

miðvikudagur, september 07, 2005

such great heights

Þetta er búinn að vera annar dagur þar sem maður lætur sig bara fljóta. Ég skreið fram úr rúminu í morgun (svaf yfir mig), og það var í rauninni það eina í dag sem ég hafði ákveðið með nokkrum fyrirvara, nema kannski að mæta í skólann. Eftir skóla álpaðist ég með Maju Rut á Kaffi Hljómalind og þambaði Yogi Te (himneskt) í gríð og erg, því næst endaði ég heima með 3 stúlkur í puntileik, þar sem tvær þeirra voru að fara á ball. Nú sit ég hér með hálfkrullað hár og rúm fullt af snyrtivörum og vona heitt og innilega að morgundagurinn verði líka svona.
Það er reynsla mín að í hvert skipti sem ég reyni eitthvað að halda í stjórntaumana hjá sjálfri mér, fer allt í köku. Þannig að nú ætla ég bara að halla mér aftur í sætinu og fylgjast með. Stoppið mig samt ef ég fer að tala um sjálfa mig í 3. persónu.

Ég sakna þess þegar ég bloggaði um eitthvað skondið og hló innan í mér á meðan ég skrifaði það. Þessa dagana virðist ekkert slíkt vera í spilunum, bara blogg eftir blogg eftir blogg um hvað mér finnst lífið skrýtið og annar wannabeismi. Fólk sem hatar wannabeisma ætti því að forðast þessa síðu næstu mánuðina. "comments (0)" Ég gerði heiðarlega tilraun til að skrifa ljóð en það kom sjálfri mér á óvart hvað það var þungbúið og því ætla ég ekki að birta það hér. Mér til málsvarnar var það fullkomlega stuðlað eftir öllum kúnstarinnar reglum! Áfram ég!

Ég ætla kannski bara að fara að sofa núna. Maður verður nú að vera tilbúinn fyrir öll þessi örlög sem ég ætla að fá í fangið á morgun.

|

fimmtudagur, september 01, 2005

almennt leiðinlegt öppdeit

Nú ætla ég bara að skrifa eitthvað sjitt til að myndirnar í fyrri færslum detti út sem fyrst, því ég kann ekki að tékka á stærðinni á þeim á makka svo ég get ekki stillt stærðina án þess að eiga það á hættu að þær bjagist.
Þessi dagur hefur annars verið bara nokkuð sweet, skilaði inn umsókn um ökuskírteini (pása til að fríka út af æsingi: jeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee! afsakið) ásamt mynd af mér þar sem ég virðist vera að fara að gráta og ísklíndu læknavottorði. Ástæða: ég var á rölti með læknavottorðið (as you do) fyrir utan ísbúð og það fauk og lenti í polli af súkkulaðiís. Þar sem ég nennti ekki að bíða í aðra viku eftir nýju vottorði og það var alveg ágætlega læsilegt lét ég því slag standa. Je!
Þetta var almennt bara svona dagur þar sem allt gekk upp. Ég mætti á réttum tíma í alla tíma, hljóp ágætlega langt miðað við getu í leikfimi (fékk reyndar heiftarlegt astmakast en það er annað mál), skildi allt, náði á lögregluskrifstofuna 4 mínútum fyrir lokun, borðaði firnagóða og meinholla grænmetisböku og náði að klára að læra allt fyrir 10.
Samt er ég með eitthvað í hjartanu sem ég kýs að kalla "suspense sting" upp á slæma Ísl-Ensku. Það er svona svipaður stingur og maður fær þegar maður er að horfa á myndir eins og Virgin Suicides eða Lost in Translation, næstum því eins og sálin sé að halda í sér andanum. Mér finnst stundum eins og ég sé ekki alveg vöknuð, og er ennþá að bíða eftir því að lífið banki aðeins hressilegar uppá en það hefur hingað til gert. Kannski er ég bara einn af þúsund unglingum sem leiðist, en ég væri alveg til í einhverja bombu bráðum.... hver veit....



Mér finnst alltaf skrýtið að hugsa til þess að öll líffærin okkar eru í myrkri. Þannig að faktískt eru þau þessa stundina bara svört...

|