laugardagur, janúar 28, 2006

hressi þunni væmni

Í dag upplifði ég fáránlegustu þynnku sem ég hef orðið vitni að. Ég segi vitni að vegna þess að ég var einhversstaðar lengst inni í hausnum á mér og heimurinn sá bara um þetta fyrir mig.
Í gær var semsagt leikfélagsferð. Með öllu tilheyrandi. Við mikla kátínu var reifið endurvakið og ég varð eins og eitthvað dýr, reifdýr. Ég glímdi við Emil og hann vann mig tvisvar, og Sigurður Kjartan slengdi mér á veggi og gólfið (bókstaflega) í takt við Underground soundtrackið, svo ég rak hausinn í borð.

Í dag vaknaði ég, aum í reifvöðvunum, tók rútuna í bæinn og ráfaði svo, enn á náttfötunum og með sængina mína, með nokkrum álíka týndum gaurum inn á Hamborgarabúllu Tómasar. Við komum við í gæludýrabúð, og hittum hressan síberíuhamstur og ógeðslegan fugl sem hvæsti á okkur, og skoðuðum 50.000 króna páfagaukinn sem Björgvin vill kaupa sér. Hann dró okkur semsagt þangað til að heimsækja hann. Ég vildi að hann kostaði minna og ég ætti einhverja peninga, því ég hef aldrei séð Bjögga svona hamingjusaman. Hann er svo skrýtinn.

Núna er ég bara ágætlega góð á því, og það er komið að mömmu. Hún fékk sér eitt sérrístaup og rauðvínsglas og er nú komin á blússandi ímyndunarfyllerí, Nina Simone er komin á fóninn og mamma skoppar eins og lítið barn á jólunum um íbúðina og vill að ég dansi við sig. Ég sit bara og horfi blíðlega og skilningsríkt á þessa konu sem ég bý hjá. Hún er ágæt.

Appú
Klara væmna

|

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Gettu betur

Maggi Lúðvíks: "MR verður alltaf stórveldi"

Ekki laust við að það fari smá skólastolts-fiðringur um mann

|

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Botninum hefur verið náð (kafli 14)

ég er í heiladauða- ástandi að horfa á fasteignasjónvarpið í þeirri von að eitthvað betra berist til mín á silfurfati. Ég hef fátt uppgötvað, nema ef til vill það að fasteignasjónvarpið notast við taktfast engisprettukurr undir lobbý tónlistinni þegar verið er að sýna íbúðirnar. Kósý

|

sunnudagur, janúar 08, 2006

Kaffi hljómalind góðan dag...

Ég: "góða kvöldið, klukkan hvað byrja tónleikarnir í kvöld?" (föstudag)
Kaffi hljómalindargaur: "uuuuu, bíddu... uuu.... já, húsið opnar klukkan 7"
-"Ha, er þá ekki opið fyrr en þá?" (smá létt glens, því þetta er jú kaffihús)
-"Ha?"
-"Er ekki opið fyrr en þá?
-"Ég held nú að fólk mæti sennilega bara svona sjö, annars byrjar þetta kannski ekki alveg sjö en ég veit ekki, allavegana opnar húsið klukkan sjö, ef það sem stendur er rétt... já.. humm"
-"Er þá búið að vera lokað hjá ykkur í dag?"
-"Ha? Tónleikarnir eru í Laugardalshöll... og þú ert að hringja í Kaffi hljómalind"
-"Nei, sko, það eru tónleikar hjá ykkur í kvöld!! Á Kaffi hljómalind... Stravinsky Oro..."
-"ó!!! aaa! já, ég var alveg kominn í tónleikasíður morgunblaðsins hérna!"
-"Haha"
-"já, humm... tónleikarnir hjá okkur.... veistu ég veit bara ekkert hvenær þeir byrja"
-"Eru þau nokkuð byrjuð að spila?"
-"humm.... uuu... ég bara veit það ekki?" (hvernig gat hann ekki vitað það, hann var þarna! Ég myndi allavegana mæta í síðasta lagi.... níu?"
-"Tja, ætli þetta byrji ekki 8, er það ekki svona venjulegur tónleikatími...?"
-"Ja hmmm... komdu bara sem fyrst!"


Súri, súri maður!

|

miðvikudagur, janúar 04, 2006

nýtt áramótaheit

myndin af mér þar sem ég er svona...



...verður hengd á ísskápinn

|