föstudagur, október 29, 2004

rauðu svæðin eru löndin sem ég hef komið til...



create your own visited country map
Alveg ótrúlegt hvað blautir fætur, magur launatékki og vinnuhelgi framundan getur sogað úr manni gleðina. Mig langar bara að skríða undir sæng og sofna

Ég hef víst bara séð 2% af heiminum ef litið er til fjölda landa sem ég hef komið til. Eflaust væri talan minni ef litið væri til þess sem ég hef skoðað, þess sem ég hef upplifað. Sjáið þið gráu löndin? Einn góðan veðurdag mun ég leggja þau að fótum mér

|

sunnudagur, október 10, 2004

Klara VS þessi grimma veröld

Aldrei þessu vant ákvað ég að hafa vaðið fyrir neðan mig. Ég keypti mér árshátíðarkjól, jeminn eini. Eftir að hafa verið uppfull af minnimáttarkennd dögum saman vegna æstra planlegginga bekkjarsystra minna um dressið og skartið og skóna og fleira og fleira og fleira, fór ég í leiðangur. ...Eitt núll fyrir Klöru...

Í gær skallaði ég lampa. Það virðist ætla að gerast í hvert einasta skipti sem ég fer á mokka. Stundum tvisvar.
...Grimmd lífsins jafnar...

Ég kann ekki, og mun sennilega aldrei kunna á búmmerang
... grimmdin tæklar harkalega, og nær síðan eins stigs forskoti...

Mamma mín keypti sér pels um daginn á spottprís. Ég er tæknilega ekki hlynnt pelsum, en mamma gengur um líkt og gangi hún á tunglinu og ætlar sko að verða mesta gellan í fílharmóníukórnum. Þessi gleði hennar varð einnig til þess að hún splæsti á mig árshátíðarkjólnum og hlær bara þegar hún fréttir að ég hafi lítið sem ekkert lært um helgina
...Klara tekur á sig rögg, tvö-tvö og æsast leikar

Ég fór í minn fyrsta bassatíma í fyrradag. Það var sem andleg uppljómun. Ég hef fyllst eldmóði og trylltri æfingalöngun. Fyrr en varir verð ég orðin að lykilmanni í hljómsveitinni minni, en eins og er er ég veiki hlekkurinn, en fæ að vera með þar sem ég stofnaði hana
... oooog á lokamínútum leiksins hirðir Klara enn eitt stigið...

Ég vinn
Jöh


|

mánudagur, október 04, 2004

Vont veður og próf drepa blogglöngun

lítil stelpa pissaði í boltana á laugardaginn

|