mánudagur, nóvember 15, 2004

Áfall

Ég starði á þessa magnþrungnu sjón og riðaði í hnjánum. Þá er heimurinnn nú endanlega kominn á hvolf, hugsaði ég með mér. Ótrúlegt en satt;

Hannes Portner er kominn í nýja úlpu!

Hvað verður næst??

|

föstudagur, nóvember 05, 2004

það er alltaf jafn gaman...

...þegar helvítis færslan manns eyðist
...þegar helvítis færslan manns eyðist og það er manni sjálfum að kenna
...að vera ekki boðið með
...að eiga ekki plötuspilara
...að byrja hugsun en ná ekki að klára hana
...að vera í matarboði þar sem allir eru ágætis fólk en engum finnst maður skemmtilegur
...að vera í matarboði og borða ekki kjúkling
...að vera svo feimin við þá sem ég kann best við að ég virka þurr og óáhugaverð týpa (að ekki sé nefnt tilgerðarleg)
...að sjá fram á yfirvofandi ræðukeppni en vera með bullandi ritstíflu
...að hafa svo mikið að gera að maður veit ekki hvar á að byrja og enda á að gera ekkert og sjá svo eftir því
...að vita ekkert

|