fimmtudagur, janúar 15, 2009

djöfull er gaman að vera til. Fyrir utan viðbjóðslegt saltfiskseftirbragð, það er að segja.

|

þriðjudagur, janúar 13, 2009

nýtt verkefni

að venju fer hálftími í frestunaráráttu og bardaga við kvíðadrekann, áður en ég kem mér að verki.

|

sunnudagur, janúar 11, 2009

eftir nærri því heila viku af krónískum fjörfisk er ég farin að óttast að ég verði eins og mamma Amélie, þjáist af taugakippum í auga vegna slæmra tauga. Annars er ég ágæt á tauginni, spurning hvort að einkennið birtist á undan orsökini, og innan mánaðar verði ég komin á róandi...?

|