föstudagur, ágúst 28, 2009

Píp

Yndislegt. Ég eyddi góðum hálftíma í dag í að reyta af mér brandarana í návist stráks sem er afskaplega sætur. Svo kem ég heim, lít í spegil og sé að ég er með augnblýant niður á hné, hár eins og reytt hæna og sósublett á úlpunni minni. Frábært að þrátt fyrir að fyrsta partý listaháskólans sé ekki fyrr en í kvöld, sé ég nú þegar búin að mastera að líta út eins og mesti haugurinn á svæðinu. Ætli næsta skref sé ekki að festa klósettpappír undir skónum mínum í kvöld, gyrða kjólinn ofan í nærbuxurnar, æla á barborðið á Jacobsen (klukkan ellefu) og fara á trúnó við allar fyrsta árs stelpurnar sem nenna að hlusta á mig lengur en fjórtán sekúndur. Mér hefur alltaf fundist heillandi að vera svona "afgerandi karakter", og það að vera á nokkurn hátt svöl virðist ekki ætla að liggja fyrir mér.

Takk fyrir að koma mér aftur niður á jörðina, alheimur. Virkilega. Takk.

|

laugardagur, febrúar 07, 2009

Uppáhalds mitt...

...er rottan, og svo jungfrúin. En það gat maður nú svosum sagt sér sjálfur


Óma vorhljóð óma þú útum grundir víða
mér um þjó og þarma nú þýðir hljómar líða
í Hvíta húsinu - hvar er hann Jón
Kennedí? Æ ertu látinn

Ég bý ekki lengur í Berlín og brjóst mitt er höfugt af trega
en tau mitt er sniðið úr terlín því tárast ég mátulega

Enginn grætur Íslending
einan sér og dingalingaling
einan sér og öldauðan

Ég gangaði eitt sinn suður við sjá með seltubragð í munni
sæbarinn ýfðist sjórinn þá en selur kvað í runni

Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum frá
sá er jafnan endir á íslendingasögum já
það er nú það oseisei

Í iðjagrænum engireit ofurlítill jungfrú skeit
en um þann verknað enginn veit
og engan má það gruna
en allra síst lögguna

Heill þér skrifuður skræðna á skerinu eymdar
þú lifir á morgun líkteinsog ég og þegar langdauðan tignar múgurinn þeg
þá glottirðu kalt og kúkar onaf skýinu

Vertu í rassinum ragur og reiddu hvern adamskund
hugsaðu um það hýr sveinn á hverri stundu

Jónas klár í hvalnum heiða hvarma gljár við baugunum
á sér hár hann er að greiða uppúr magasýrunum

Non amo te Sabide nec possum dicere quare
hoc tantum possum dicere - non amo te

Ég er að ná henni - Hvað? Hverri? - Golunni
það er heljarstór rotta í holunni


Ég er að geispa henni - Hvað? Hverri? - Glórunni
það er heljarstór bóla á hórunni

… ég er nú þegar orðinn ær
abrakadabra nær og fjær
í Hvíta húsinu - hvar er hann Jón
Kennedí? Æ ertu látinn

|

fimmtudagur, janúar 15, 2009

djöfull er gaman að vera til. Fyrir utan viðbjóðslegt saltfiskseftirbragð, það er að segja.

|

þriðjudagur, janúar 13, 2009

nýtt verkefni

að venju fer hálftími í frestunaráráttu og bardaga við kvíðadrekann, áður en ég kem mér að verki.

|

sunnudagur, janúar 11, 2009

eftir nærri því heila viku af krónískum fjörfisk er ég farin að óttast að ég verði eins og mamma Amélie, þjáist af taugakippum í auga vegna slæmra tauga. Annars er ég ágæt á tauginni, spurning hvort að einkennið birtist á undan orsökini, og innan mánaðar verði ég komin á róandi...?

|

þriðjudagur, desember 16, 2008

the power is on

ó, gömlu góðu bloggleikir

Directions:
1. Put your iPod, iTunes, Windows Media Player, etc. on shuffle.
2. For each question, press the next button to get your answer.
3. YOU MUST WRITE THAT SONG NAME DOWN NO MATTER HOW SILLY IT SOUNDS
4. Pick ten Random friends who like music as much as you do and tag them.

1. IF SOMEONE SAYS "IS THIS OKAY" YOU SAY?
small deaths are the saddest (múm)

2. HOW WOULD YOU DESCRIBE YOURSELF?
hope there's someone (antony and the johnsons) - hahaha

3. WHAT DO YOU LOOK FOR IN A GUY/GIRL?
water may walk (devendra banhart) - uhh... ókeei...

4. HOW DO YOU FEEL TODAY?
first day of my life (bright eyes) - ó svo satt. halló, jólafrí!

5. WHAT IS YOUR LIFE PURPOSE?
dead bodies (air) - vó!

6. WHAT IS YOUR MOTTO?
one day she'll park the car (mugison)

7. WHAT DO YOUR FRIENDS THINK OF YOU?
three little babes (joanna newsom) - one little babe væri alveg nóg takk fyrir. Nema ég sé með þríklofinn persónuleika...

8. WHAT DO YOUR PARENTS THINK OF YOU?
in sharky water (disco inferno) - uuuu, ókei mamma

9. WHAT DO YOU THINK ABOUT A LOT?
shiver (coldplay)

11. WHAT DO YOU THINK OF YOUR BEST FRIEND?
buffalo soldier (bob marley) - hahaha

12. WHAT DO YOU THINK OF THE PERSON YOU LIKE?
big stuff (billie holiday) - djúsí stöff, maður

13. WHAT IS YOUR LIFE STORY?
pagan poetry (björk)

14. WHAT DO YOU WANT TO DO WHEN YOU GROW UP?
shakespeare's sister (smiths)

15. WHAT DO YOU THINK WHEN YOU SEE THE PERSON YOU LIKE?
hallelujah (jeff buckley) - vá!

16. WHAT WILL YOU DANCE TO AT YOUR WEDDING?
dusty (khonnor)

17. WHAT IS YOUR HOBBY/INTEREST?
satan's saxophones (sufjan stevens)

18. WHAT IS YOUR BIGGEST FEAR?
bathroom girls (air) - hahaha, býst við að tíma klósetttrúnóanna sé lokið hjá mér

19. WHAT IS YOUR BIGGEST SECRET?
amsterdam (coldplay) - what happens in amsterdam stays in amsterdam

20. WHAT DO YOU THINK OF YOUR FRIENDS?
huddle formation (the go team)

21. SONG THEY WILL PLAY AT YOUR FUNERAL?
ghosts of yesterday (billie holiday) - jahá

22. WHAT WILL YOU POST THIS AS?
the power is on (the go team)

|

fimmtudagur, desember 11, 2008

ég er veik og það er ömurlegt og það er svo erfitt að vera ég! Héðinn! Laga!

|