Velkomin, Ásta, velkomin
og takk aftur fyrir diskana
skemmtu þér vel á Hróarskeldu
Fyrir ykkur hin, meira seinna
Velkomin, Ásta, velkomin
Fyrir þá sem ekki enn hafa náð að lesa milli línanna (*hóst* Ragnheiður *hóst*) er ég að vinna í frystihúsi á Flateyri. Ég er mennskt múldýr. Í dag vann ég í 10 tíma og kom heim svo þreytt að ég gat ekki staðið. Á morgun er líka yfirvinna. Á morgun er laugardagur. Lífið er grimmt
Vöðvabólga, þreyta, hringormar, höfuðverkur, hringormar, aumir fætur, aumar hendur, hringormar, hringormar....
Fokking hringormahelvíti. Ég sé fyrir mér hringorma þegar ég loka augunum. Ég er hætt að geta sofið á kvöldin. Á jákvæðu hliðina hef ég þó bráðum þénað 30.000 kall á einni viku