mánudagur, júlí 26, 2004

Jáseisei!

Konan í táknmálsfréttunum hnerraði áðan. Mér krossbrá

Alan Michael skoraði hjá barnalegu gellunni, Jenna er orðin geðveik og Roger Thorpe er víst bara DAUÐUR!

Já svona er lífið fjölbreytt.....

Ég kem heim eftir helgi og þá verð ég annaðhvort að skandalísera, slá í gegn sem glímukappi eða fara 8 sinnum á kaffihús í einni viku og slá þannig met. Maður verður að eiga einhverjar sögur frá sumrinu.

|

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Spandexkisinn, undintuskan, blómi og býflugan gjöra heyrinkunnugt:

Klara Jóhanna Arnalds mun fimmtudaginn næstkomandi leggja leið sína í opinbera heimsókn til hofuðborgar Íslands. Hún væntir þess að bökuð verði kaka og sungnir verði söngvar. Allar uppástungur vel þegnar.
Virðingarfyllst
Spandexkisinn og Co.

|

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Fréttir úr einangruninni

Um daginn opinberaði ég fléttunarhæfileika mína vestfirðingum og öðrum heyrinkunnugum. Samfélagið nötraði og á hverju götuhorni var hvíslað um þessa hæfileikaríku ungu stúlku sem komið hafði í bæinn með hvelli. Svo fléttaði ég eina stelpu sem var víst eitthvað viðkvæm fyrir, fékk hárrótarbólgu (sem ég vissi ekki einu að fyrirfyndist) og nú er ferli mínum lokið.
Ég hef þó ennþá einn dyggan viðskiptavin, sem ég mun flétta innan skamms. Daman heitir Sandra og er hinn mesti öðlingur. Án hennar og Maju væri ég vafalaust mun aumkunarverðari hérna en raun ber vitni. Ég var búin að sjá fyrir mér langar stundir menningarlegs lesefnis, mig að þeysa um á hjólinu með blóm og epli í körfunni (því þetta er hið mesta kellingahjól sem við (ég og Sandra) höfum nefnt Frú Lóló) og bæjarbúa hvíslandi um mig sem nýju skrýtnu stelpuna sem aldrei virðist gera nokkuð venjulegt. En svo komu þær eins og riddarar á hvítum hestum og nú horfi ég á sjónvarp, vaki lengi og "hangi úti" eins og önnur ungmenni. Orðspori mínu er borgið.
Innilegar þakkir til allra sem sendu mér email, þetta hefur verið mikil bjargvættur.
Hilsen
Klara the outsider

|