föstudagur, desember 31, 2004

Minnið mig á þetta í sumar

Þökk sé frábæru heiti á frábærri vöru ætla ég hér eftir alltaf að kaupa piz buin sólarvörn.

Fékk heiftarlega gubbupest í gær. Það er aldrei spennandi að þurfa að borða eitthvað en samtímis að hugsa "jæja, hlakka til að sjá þig í klósettinu eftir korter"

Gleðilegt ár. Ef einhver les þetta samkvölda og þetta er skrifað má hann/hún endilega bjóða mér í partý. Ellegar verður það snemma að sofa eftir flugeldasnautt kvöld. Mamma kaupir aldrei flugelda.

Já, og Júlía, jú fokker, ég var að setja þessar myndir inn!!! Hvað ert'að pææææla?

|

þriðjudagur, desember 14, 2004

HEIÐURSBLOGG RÓSU

Þar sem ég er alger tuðra, fórst fyrir að skrifa heiðursblogg Rósu yfirhests. Það verður því gjört hér með, og þetta blogg tileinkað henni:



Rósa átti afmæli í fyrradag og varð 17 ára. Hún er því löggildur bílstjóri en kýs þó að ferðast hestleiðis. Endilega kíkið á síðuna hennar og óskið til hamingju. Hún er gull af konu.

Fróðlegt er þó frá því að segja að í símaskránni komst ég að ýmsu misjöfnu:
Í Reykjavík býr
aðeins EINN Gunnar Hrafnsson
aðeins EINN Einar Grétarsson
aðeins EINN Árni Atlason
aðeins EIN Helga Markúsdóttir


En TVEIR Herluf Clausen

Magnað

|

sunnudagur, desember 12, 2004

Jaseisei

Svaf lítið sem ekkert í nótt. Var nefnilega í því að svara símölum við og við í alla nótt. Systir mín, sem átti víst bara að vera komin átta mánuði á leið, fæddi nefnilega barn. Þannig að í dag gaf ég latínunni langt nef og skellti mér í polarn o pyret með mömmu þar sem við skoðuðum grátklökkar pínkuponsulitlar samfellur og mamma spanderaði 6 þúsund kalli og ekkert rugl! Svo fórum við á spítalann en ég kom að lokuðum dyrum. "Börnum innan 18 ára er óheimilt að fara inn á vökudeildina". Sköll

Hef þó heyrt að hann sé pínulítill, rauðhærður og vegi jafn mikið og 5 smjörlíkisstykki.

Lag dagsins: tvímælalaust Dancing in the moonlight með Van Morrison

|

laugardagur, desember 11, 2004

góðar stundir

-klara, vittu þér í að læra ellegar rek ég þig á hol
-ókei, amma
-viltu þrist?
-ooo, já takk! þú ert alltaf svo góð

|

miðvikudagur, desember 01, 2004

Læk, ó mæ sjitt

Sko... ég vil sko bara koma einu á hreint hérna!!!! ÉG ræð yfir essari síðu, etter mitt blogg svo ég ræð öllu héddna, ókei?!?! Djísös kræst marr, ekki eins og ég hafekki haft helling að gera, svo eru bara eikkerjar gellur útí bæ eikka óggla með eikka bögg og eikka!!!!!

Anywayz, fyrst marr er sona óggla vinsæll (hehe NOT!!!) þá verru marr bara að blogga eikka. Fyrir ykkur, beibíz :*:*:*:*:*:*:*:*. Ókei, ég sko er bara að fara í eikker próf eða eikka og ég er náttla óggla stressó en émeina marr reddaressu nú eins og vanalega, marr er náttla óggla mikill heili ossona. Hehe NOT!!!!

Anywayz, ég fór sko um daginn til hennar Júlíu beibí og hún alle gammér subway ossona, Lov jú beibí :*;):*;) Svo klipptiÁsta á mér hárið og það var sko gegt flott. Vá Marr!

Annars er ekkert búið að gerast, same old same old ;):);):);):)

---------------------------------------------------------------------------

Megi prófin vera tussutrippað sköll (í jákvæðri merkingu) fyrir ykkur öll

|