miðvikudagur, júní 21, 2006

www.faviti.is/klara.html



Hvað er betra í leiðindum en símamyndavél, sólgleraugu og portúgölsk hátíðar-skrautkúla?
(umorðað: )Hvernig skemmtir maður hálfvita í heilan dag?

Ég er í fríi á morgun, hringdu ef þú nennir á kaffihús eða í fjallgöngu eða eitthvað

(p.s. ef þú hélst að þetta efsta væri linkur og klikkaðir á þetta ertu lúði

|

sunnudagur, júní 18, 2006

Back to the trenches


Fæturnir mínir eftir síðustu gönguna

Ég er komin heim, 64 kílómetrum, 6 blöðrum, 3 kílógrömmum, 12 sturtuferðum, 8 hótelherbergjum, 6 flugvélum, endalausum rútum og leigubílum, 15 kílóum af keyptum varningi, einni stórri smyglaðri áfengisflösku, 5 skópörum, 20 pool-leikjum og 6 rauðvínsglösum síðar.

Allir sem báðu um kort munu fá það, sennilega eftir mánuð eða svo. Portugölsk póstþjónusta er víst mjöööög hægvirk.

|

mánudagur, júní 05, 2006

like mother like daughter like daughter

ég brenn í skinninu að skrifa annað mömmublogg. En það er víst úti núna, það stóð í birtu og það sem stendur í birtu er lögmál, eins og við öll vitum. Þess vegna ætla ég að skrifa ömmublogg:

Amma var sumsé að hjálpa einhverjum manni að girða sig (ójá, ég veit) og var eitthvað að basla við þetta...
maðurinn: áttu í einhverjum erfiðleikum með þetta?
Amma (sem, eins og mamma, ruglast oft á kyni orða, sérstaklega í fornöfnum): já, hann er stífur á þér í dag

... hún var sumsé að tala um beltið

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, af því að ég er á mission að skrifa léleg, stutt, prump blogg til að dissa Önnu Margréti. Gæti samt bætt öðru við í kvöld, af því að ég þarf að vakna hálffjögur og því tekur það því eiginlega varla að fara að sofa. Ég er að fara til portúgal, með það að markmiði að deyja úr astmakasti á einhverjum tindi á Madeira. Ég tala samt bara svona af því að ég kann bara að vera bitur og svartsýn, en einhversstaðar innst inni held ég að ég hlakki bara frekar mikið til.

p.s. ef þið viljið póstkort verðið þið að kommenta heimilisfanginu ykkar... núna! (endilega gerið það, ég er trylltur póstkortanörd)

|