fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Alma þýðir sál, þú veist...

Tilfinningum mínum í dag er best lýst með orðum Nylon úr laginu Losing a Friend

But it's all right
I still remember the first time
Everything chased on the inside
I was alright on the outside
Of life
When you can't sleep
And you know what it's like to be lonely
Don't even bother to phone me
Cos I'll be all right in the end
And it's not cos you're breaking my heart
I'm just losing a friend.

Hahahaha oj!

Ég verð bara að játa á mig þá herfilegu fordóma að geta ekki tekið Ölmu í Nylon alvarlega, jafnvel þótt hún sé orðinn djúpur og alvarlegur pistlahöfundur á Fréttablaðinu.

|

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

...

og djöfull er þessi bob líka með myndina sína í stórri upplausn!

|

það voru mikil vonbrigði...

þegar Emil benti mér á það í gær að Bob Marley heitir Bob. Virðist augljós sannleikur í fyrstu en spáið aðeins í því... BOB!

Það eru bara svona gæjar sem heita Bob:

|

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Mömmusaga með dónatvisti

Um daginn varð ég vitni að því í beinni útsendingu í gegnum símann, að móðir mín klæddi sig í sokkabuxur. Það var magnþrungið.

|

Andskotinn!

Og ég sem hélt ég gæti laumast óséð aftur inn í bloggsenuna. Ojæja, nú neyðist ég víst til að blogga um Geir helvítis Haarde.

.... Ókei nei. Ég geymi málefnin fyrir þá málefnalegu. En ef þið tvær biðjið fallega þá skal ég segja ykkur dónasögur og nýjar fregnir af móður minni...

Efnisorð:

|

sunnudagur, nóvember 16, 2008

Klukkan hálfsex í morgun rúllaði Ingibjörg inn í stofuna mína og spurði hvort við gætum horft á Snatch. Eðli málsins samkvæmt var þessi hugmynd ekki framkvæmd.

|