föstudagur, desember 14, 2007

Íslandssól

Í kvöld var síðasta lausa kvöldið mitt hér í Granada (að því gefnu að ég láti ekki lokkast út annaðu kvöld, sem er svosem alveg líklegt), ég drakk allt sem ég hef lagt í vana minn að drekka hér, fór á alla barina mína, sá flamencoshow, borðaði sveitt kebab og klökknaði tvisvar. Besta stund kvöldsins var þó þegar ég kvaddi einn vin minn hér og hann sagði: "Ha sido un placer conocerte, eres un sol de chica". Þetta var það fallegasta sem nokkur hefur sagt við mig í langan tíma.

|

laugardagur, desember 01, 2007

"Ekki núna elskan"

Juampe átti afmæli í gær (fyrir óglögga er hann kennari, meðleigjandi og besti hommavinur minn). Í afmælisgjöf fékk hann talandi, bleikan titrara, sem segir fleygar setningar eins og "not now, baby" og "I have a headache", þegar maður snertir hann. Miðað við hvað Juampe er komplexeraður fyrir get ég ekki varist þess að hugsa hvaða áhrif það mun hafa á hann að meira að segja víbratorinn hafni honum...

Annars tókst mér að heilla víbratorinn alveg upp úr skónum... allavegana tókst mér ekki að fá hann til að segja múkk við mig, sama hvað ég reyndi, á meðan hann hreytti út úr sér lélegum afsökunum við alla aðra þegar þeir svo mikið sem önduðu á hann. Svoneretta, allur heimurinn þráir mig, meira að segja kynkaldir víbratorar.

Og já, smá fróðleiksmoli: titrari á spænsku er "consolador". Bein þýðing: huggari. Gamanaðessu

|