Íslandssól
Í kvöld var síðasta lausa kvöldið mitt hér í Granada (að því gefnu að ég láti ekki lokkast út annaðu kvöld, sem er svosem alveg líklegt), ég drakk allt sem ég hef lagt í vana minn að drekka hér, fór á alla barina mína, sá flamencoshow, borðaði sveitt kebab og klökknaði tvisvar. Besta stund kvöldsins var þó þegar ég kvaddi einn vin minn hér og hann sagði: "Ha sido un placer conocerte, eres un sol de chica". Þetta var það fallegasta sem nokkur hefur sagt við mig í langan tíma.