Fari það kolbölvað
Símar eru engan veginn mitt ákjósanlegasta samskiptaform. Ég reiði mig mjög mikið á nærveru manneskjunnar og fer því alveg í kerfi þegar ég neyðist til að nota símann.
Nýleg dæmi um þetta eru t.a.m.
Ólöf hringdi - ég ætlaði að spurja hana hvernig ferðalagið væri en endaði hinsvegar með því að lýsa yfir ótta mínum um velferð móður okkar.
Hringdi í Ragnhildi - ég ætlaði að spurja hana hvað hún hefði á prjónunum það síðdegi en krafðist þess síðan að fá að fara í fermingarveislu bróður hennar (blessunarlega náði ég að hafa hemil á mér og mun því ekki fara)
Hringdi í Jón Eðvald og sagðist vera óskaplega fegin að hann væri lifandi (mig dreymdi í nótt að hann væri dáinn) - erindið var að biðja um afnot af skrifaranum hans
Hringdi í Sögu, átti í mjög svo gagnvirkum samræðum við hana (þ.e.a.s. ég var ekki sú eina sem talaði frá mér allt vit á meðan Saga stundi þungan, mmaði og aahaði þrátt fyrir að hún væri spenntari fyrir að leggja kapal) en endaði engu að síður á því að biðja hana innilegrar afsökunar á trufluninni.
Hversvegna er ég svona ótrúlega taugaveikluð?? Ef ég væri ekki ég myndi mér finnast ég vera mjög svo fráhrindandi á stundum sem þessum.
Nú þarf ég bráðum að hringja í hana Kristbjörgu. Ég ætla að ígrunda mál mitt MJÖG vel til að hindra það að ég hringi og biðji hana að koma og bíta í hamsturinn minn því hann sé einum of góðu vanur.
Við sjáum hvað setur....