sunnudagur, ágúst 29, 2004

Dagurinn var fallegur... ég keyrði í rólegu heitunum upp í Hafnarfjörð með kærastanum hennar Ólafar og dóttur hans sem söng Línu Langsokk alla leiðina. Skaust síðann inn baksviðs í bæjarbíói, fékk vínber og lítil bandarísk stelpa í bleikum kjól kenndi mér að húlla. Svo settumst ég og Ólöf systir á tröppurnar í portinu bakatil og hún klippti á mér hárið. Áður en hún náði að klára kom strákur með trompet út og kallaði á okkur. Ólöf skaust upp á svið en ég stóð í dyragættinni og hlustaði á múm og slowblow sándtékka. Skoðaði á meðan afar athyglisverða bók sem ég rakst á - Babar's yoga for elephants and children. Hið besta lesefni. Svo kom Ólöf aftur út, kláraði að klippa á mér hárið og svo fór hún aftur inn að spila. Ég spjallaði aðeins við indælis strák með massíf gleraugu. Hann reyndist vera fyrrverandi herranæturmeðlimur sem væri nú stand-in trommuleikari hjá múm. Svo reyndi ég aftur að ná tökum á húlahringnum. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir lallaði ég mína leið.

Finnst einhverjum öðrum þetta örlítið súrrealískt?

Innilegar þakkir til júlíu og Gunnu fyrir gommu af smákökum

|

föstudagur, ágúst 27, 2004

Hverjar eru líkurnar?!?!

Á einum degi tókst mér að fá frisbídisk í hausinn (n.b. var ég ekki að spila frisbí) og grípa fugladrit svona líka glæsilega með töskunni (n.b. var hún opin)

Ég mun aldrei aftur gleyma að loka töskunni

|

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

í gær.....

...varð ég sextán ára
...sýndi það sig hvað ég er óheyrilega léleg í hakkýsakk. Enda er ég nú formaður Þórbergs (fyrir þá (væntanlega örfáu) sem þekkja ekki til Þórbergs er það félag lélegra hakkýsakk-spilara)
...fékk ég skyndilegan áhuga á að skapa mér rótgróið DVD myndasafn. Skrýtið
...fór ég út í þeim hugleiðingum að kaupa mér bol fyrir reifið mikla en endaði með annan Nick Drake geisladisk. Ekki beint reifvænt. nei, seeeigi svona
...fékk ég 11 sms

á morgun..

...ætla ég að skrifa 15 geisladiska. Kannski ekki alveg en það er altént markmiðið
...fer ég í kveðjuhóf sem ég veit ekki almennilega hvað gengur út á. Á maður að mæta með svona áramóta-sprengigræjur ég held ekki!
...ætla ég ekki að borða nammi
...ætla ég að neita að stíga upp í nokkurt rafknúið farartæki og þar að auki verður ekki stigið á eitt einasta strik

Líf mitt er litríkt

|

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

shitwankbuggerfucktwat

template eru viðurstyggilegir litlir fokkerar með það eitt að markmiði að gera mér erfitt fyrir. Átti HTML ekki að vera einfalt eftir að maður fattaði kerfið?? Ég fatta kerfið.

Forritarar eru því komnir í hóp starfsmanna samgöngufyrirtækja, yddara og saumavéla. Virðast skapaðir til þess eins að gera mér sem erfiðast fyrir

|

Ég er að nátthrafnast...

Eels - I need some sleep - lýsir hugarástandi mínu ansi nákvæmlega akkúrat núna. Fyrir utan allt þetta með ástarsorgina... en stemmingin er engu að síður svipuð

Ég var að velta því fyrir mér... hvernig atvikast það að manneska, fædd og alin upp í stórborg í Póllandi, ákveður að fara til flateyrar! Af öllum stöðum! Hvað þá Tælendingar og Filippseyingar. Þetta er ekki eitt af þessum löndum sem maður ákveður að skella sér bara til. Krummaskuðsbær á krummaskuðslandi. Þetta er mér hulin ráðgáta.

www.pen.is (þetta er ekki hvatning til að kíkja á þessa síðu). Ég var að fatta þetta! Keyrði framhjá þessu um daginn og allt í einu !!!BÚMM!!!! Jaaaaááá! Auðvitað! Ég hafði aldrei fattað afhverju þau kölluðu síðuna pen.

Einhverjar ankannalegar aðstæður urðu til þess að ég rakst á cover útgáfu af Chop Suey með Avril Lavigne inni á WinMX. Datt í hug að þetta gæti verið súrt og sló til. Nóg eftir á downloadunartakmörkuninni. Klukkan var 1 um nótt, hvað get ég sagt. Mér skjátlaðist hrapallega. Þetta er ekki súrt. Þetta var skelfilegt. Hvenær mun stelpugreyið fatta hvað hún er á miklum villigötum. Hún er svosem ekkert endilega hæfileikalaus, plummar sig ágætlega í þessum Blink182 vs Cranberries pakka þótt það sé ekkert endilega minn tebolli. En í guðanna bænum, Avril Lavigne er ekki rokkari!

Hvað gerir maður þegar maður er næstum því karakterslaus og án stefnu í lífinu? Finnur sér sérkenni! Persónuleiki óskast, hugmyndaríkir hafi samband í síma 846-4426.
Vinsamlegast forðist alla tilhneigingu til að senda mér uppörvandi comment um það að ég sé frábær í raun og veru. Ég er ekki að fiska hrós. Ég er bara ein af milljörðum unglinga sem eru að leita að sjálfum sér

|

sunnudagur, ágúst 01, 2004

þar hitti skrattinn ömmu sína

...ofurfeiti gaurinn var með risastóran útstæðan hvítan fæðingarblett á augnlokinu. Hann vatt sér að okkur, útskýrði fyrir honum að ég væri ógeðsleg, skellti sér síðan inn og ældi á gólfið og hendina á sér.

Sveitaböll eru án efa með subbulegustu skemmtunum sem ég hef upplifað

|