Ég hef uppgötvað hjá mér náðargáfu. Eða já... samt eiginlega ekki náðargáfu en það virkar ógurlega mikilvægt og kúl að hafa náðargáfu svo ég stend við það. Ég er sum sé nokkuð mikið góð í að spotta Íslendinga frá öðrum þjóðum (vóhóhó, merkilegt, ekki satt?). Það að spotta hverjir eru túristar er náttúrulega bara pís of keik. Ef það úlpurnar og rammagerðar-pokarnir koma ekki upp um þá, þá eru það fínni hlutir eins og vatnsflaska, brún augu og dreddar eða yfirvaraskegg og gróskumikið, grásprengt hár.
Svo er það annar handleggur að koma auga á fólkið sem er búsett á íslandi, en er ekki íslenskt. Þar eru engar úlpur og vatnsflöskur til að gera manni þetta auðvelt, en temmilega stórt nef og burstaklipping á karlmanni gefur oftast til kynna að hann sé pólverji, sérstaklega ef hann er dálítið hvasseygur. Pólsku konurnar eru sumar með nef í stærra lagi og oftar en ekki með litað hár, í gallabuxum og dálítið gellulegum skóm, nokkuð oft málaðar um augun. Þetta eru engir fordómar (gott að hafa vaðið fyrir neðan sig sko) en þegar par eftir þessari lýsingu kemur á kassann í IKEA, fylgir oftar en ekki bjöguð íslenska og debetkort sem á stendur Wosznyiek Pazlinsky eða eitthvað viðlíka (já, ég tékka á nafninu, ég er lúði). Þessi leikur styttir mér oft stundir í ógeðslega leiðinlegri vinnu, og mér finnst gaman að sjá fólk labba að kassanum, fá einhverja flugu í höfuðið um það, og fá svo grun minn staðfestan með því að hlusta. Ef kona undir 55 ára kemur og er með þykk (svona stækkunarglers-þykk) gleraugu, þá eru sláandi líkur til þess að hún sé annaðhvort bresk eða bandarísk, því íslenskar konur þykjast vera of töff fyrir svona. Íslenskar konur eru hinsvegar ótrúlega oft í mjöööög ljótum úlpum. Bandarískar konur koma alltaf í IKEA í stórum flokkum ef þær eru yfir fertugu, en ef þær eru yngri eru þær með mönnunum sínum og setja börnin sín í boltaland og segja þeim að haga sér vel og hlýða fóstrunni. Íslenskar mömmur segja sjaldnast börnunum sínum að hlýða fóstrunni.
En ástæðan fyrir því að ég vakti máls á þessu var hinsvegar sú að ég kom sjálfri mér á óvart með þetta áðan. Ég google-image-searchaði nafninu Klara áðan af því að ég er lúði og með frestunaráráttu á mjög háu stigi. Ég var í rólegheitunum að fletta í gegnum niðurstöðurnar þegar ég stoppaði á einni mynd. Hjá henni stóð Klara eins og hjá hinum 66.900 myndunum, en eitthvað sagði mér af þessari mynd fyrir neðan, í um það bil þessari stærð fyrir neðan, að þessi gella væri íslensk. Ég klikkaði á píuna og viti menn! Djamm myndir af ræðuliði Verslunarskóla Íslands! Seisei.