fimmtudagur, desember 29, 2005

So be it

í kvöld fékk ég kúl... og í kvöld missti ég kúl. Sé fram á að ég verði að taka nýja stefnu í heiminum því núverandi draumar eru mjólkaðir til þurrðar. So be it...

Ég missti kúlið allsvakalega fyrir um það bil 28 mínútum, en af einhverjum ástæðum er ég ekki bitur, heldur stolt. Kannski er það drykkur 007 sem gerir það að verkum. Og hey, ef ég kom einhverju til leiðar fyrir busakrílin (þrátt fyrir að annað busakrílanna sé biturt út í mig þessa stundina) þá er björninn unninn. Verst að ég fæ engan björn, heldur bara týnt veski og blauta sokka

Fokk

|

miðvikudagur, desember 21, 2005

Gærkvöldið

Steikt, kjánalegt, en ótrúlega skemmtilegt. Ég held að þessi svipur hafi verið á mér mestallan tímann

|

sunnudagur, desember 18, 2005

I was the one worth leaving

Ég finn fyrir létti og einhverju sem ég veit ekki alveg hvað er... ekki vonbrigðum, því ég þekkti allan tímann hvað ég gat og hvað ekki... en kannski pínu svekkelsi

Í dag fékk ég ölmusuhlutverk. Aftur. Þetta er þriðja árið í röð sem ég fæ ölmusuhlutverk og mér líður eins og betlara sem er á rangri hillu. Bara bömmer að vera formaður röngu hillunnar.



P.S. ekki halda að þetta verði viðvarandi stemmari hjá mér...

P.P.S. Til hamingju Sandra, ég er mjög glöð að þú verður með okkur!

|

laugardagur, desember 17, 2005

UPPBOÐ

Til að styrkja fíkn mína í að gera vel við alla og eyða umfram efni í jólapakka handa vinum og fjölskyldu hef ég ákveðið að halda uppboð á eigum mínum... án gríns, ef þið vitið af einhverju í fórum mínum sem þið viljið falast eftir, þá sakar ekki að gera tilboð (ég lofa engu um að skiljast við vínylplötur og aðrar slíkar gersemar en hver veit...). Hafið einnig samband ef þið viljið að ég þvoi bílinn ykkar, passi systkini ykkar eða pússi skóna ykkar.

Ég er á barmi örvæntingar

|

miðvikudagur, desember 07, 2005

Það eru ellefu þúsund sex hundruð níutíu og níu mínútur eftir af þessum prófum. Það er ellefu þúsund sex hundruð níutíu og níu mínútum of mikið.

|

fimmtudagur, desember 01, 2005

Heimska

ég þarf að taka til í eldhúsinu áður en ég fer að sofa. Ég nenni ekki að taka til, því hef ég ákveðið að fara bara ekkert að sofa.
Ég er hálfviti

|