þriðjudagur, júlí 25, 2006

útlendingurinn

Petra fór í morgun. Ó, hún var svo dásamlega útlensk. Ég fékk að upplifa Reykjavík eins og eitthvað hvergiland, sem er fullt af áhugaverðum stöðum, fólki og viðburðum. Séð með augum hrifgjarns hollendings er nefnilega hilvíti margt sniðugt hægt að bralla í Reykjavík. Á síðustu tveimur vikum er ég búin að:

vaka heila nótt
halda matarboð
keyra tvisvar til keflavíkur og til baka á hálfum sólarhring
teikna meira en ég hef gert samtals síðastliðið ár
gleyma ítrekað að borða
fara í myllu og hengimann í fáránlega langri röð
eyða skrilljónkalli á Babalú
fremja lögbrot
taka myndir
sofna í bílnum mínum
vera með rautt naglalakk
flýja í húsasund
klifra í tré
klifra í styttu
dansa til 6 um morgun
finna kjólinn
horfa á sólarupprásina
grilla sykurpúða

... líða skringilega... en það er allt í lagi. Öll él styttir upp um síðir. Sérstaklega ef maður þekkir nógu mikið af liði sem er til í að gefa skít í veðrið með manni.



Asskoti á maður eftir að sakna þessarar stelpu

|

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Ef þú ert kvalin örgum pínslum
illra meina sífelldri nauð
og vondra manna mörgum klækjum
mildi guðs að þú ert ekki dauð.

Þá vappa skaltu' inn í Víðihlíð
Já Víðihlíð og Víðihlíð
og vera þar síðan alla tíð,
alla þína tíð.

Ef þú kúrir ein í horni
enginn þér sinnir þá græturðu lágt.
Og fáirðu matinn kaldan og klénan
og kjötið það sé bæði vont og hrátt.

Þá vappaðu inn í Víðihlíð
Já Víðihlíð og Víðihlíð
og vertu þar síðan alla tíð,
alla þína tíð.

Ef börnin í þig ónotum hreyta
æskirðu liðsinnis buguð af þraut.
Og ef bóndinn hann segir bless og er farinn
þá búið það tekur að vanta graut.

Þá vappaðu inn í Víðihlíð...

Ef enginn þér sýnir samúð neina
en sorgirnar hlaðast að fyrir því.
Og ef engin hræða til þín tekur
tillti né sýnir viðmót hlý.

Þá vappaðu inn í Víðihlíð...

Í Víðihlíð er veðurblíð
vondir kallar þeir sjást ekki þar.
Og ótal stúlkur stökkvandi til þín
stefna og færa þér gnótt matar.

Þá valhoppaðu inn í Víðihlíð.
Í Víðihlíð og Víðihlíð
Og vertu þar síðan alla tíð
alla þína tíð - alla þína tíð.

Þær votta þér samúð votum hvörmum
og vítur samþykkja' á pakkið illt - og spillt.
Og sýna þér góðvild í einu og öllu
og eyrun sperra þá græturðu milt - og stillt.


Já valhoppaðu inn í Víðihlíð
í Víðihlíð og Víðihlíð
Og vertu þar síðan alla tíð
alla þína tíð - :.:alla þína tíð:.:.


Ef einhver á þetta lag (það er með Megasi) þá gætir þú sent mér það á undirhundurinn@gmail.com.

Það er nauðsynlegt

|

föstudagur, júlí 14, 2006

mér finnst sífellt erfiðara að gera mér grein fyrir að um leið og ég verð eitthvað, verður meira af einhverju sem ég er ekki heldur en einhverju sem ég er. Finnst ágætt núna að vera ekkert og enginn, þannig er ég möguleiki en ekki bara samansafn af lokuðum dyrum

|

sunnudagur, júlí 02, 2006

Kæru aðstandendur Myspace (part II)

Ég hef lengi velt þessu fyrir mér: Fyrirfinnst einhver sem er EKKI í "my extended network"?

|