ég var að fatta að þessi bloggsíða varð 2 ára gömul þann 10 apríl. Það er magnað.
Fyrir tveim árum......Fannst mér kúl að hafa síðu með z í nafninu. Mér hefur verið sagt að þetta sé verZlólegt en kommon, maður falsar ekki söguna
...var ímeilið mitt butterfly0904@hotmail.com
...Skrifaði ég eikker í staðinn fyrir einhver og gegt í staðinn fyrir geðveikt, jú eða bara tussutrippað eða eitthvað
...ofnotaði ég spurningar- og upphrópunarmerki
...Tók ég próf á netinu um hver minn innri strumpur væri... það var reyndar kúl
...Var ég einmitt, eins og nú, að fárast yfir helvítis eðlisfræðiprófi
...Ætlaði ég sko EKKI í M.R. Oj.
...kunni ég ekki HTML kóða
...Hafði ég aldrei drukkið kaffi
...Hafði ég aldrei drukkið áfengi
...Var ég sú eina af vinum mínum sem átti púnkturblogspot síðu
...Var ég ein af mjög fáum vinum mínum sem átti yfirhöfuð bloggsíðu
Mér finnst ég vera orðin gömul. Ég þarf ötullega að minna sjálfa mig á að ég er bara 16 ára.