Þar að auki, ef einhver getur útskýrt afhverju í andskotanum Templateið er með svona bögg, og getur ef til vill komið með tillögur að úrbætum þá fær viðkomandi miklar þakkir og ef til vill blóm
Byrjað verður á að útnefna nýjan bloggara líðandi stundar:
Það verður svosem ágætt að koma aftur í skólann, hitta alla aftur og svona. Sérstaklega gott að komast aðeins út úr samúðarheimsókna-brjálæðinu sem hefur einkennt húsið síðustu daga. Manni þykir vænt um hvern og einn fyrir að taka sér tíma til að koma við en þegar komnir eru 15 manns á einum degi er það orðið aðeins of langt kaffiboð. Einkum og sér í lagi þar sem ég kann best við mig valsandi um á náttfötunum, í inniskóm, drekkandi appelsínusafa. Mjög svo amerískt. Þar sem ekki eru alltaf hreinar náttbuxur til staðar hefur þetta raskað líferni mínu að dálitlu leyti. Nú er ekki lengur keyptur appelsínusafi. Bara kaffi, og rjómi á pönnukökur.
Það var einu sinni þáttur með friends þar sem Rachel var að reyna að þvo þvott í fyrsta skipti og allt hvítt varð bleikt. Ég sá þennan þátt og hló mikið af óförum hennar. En sá hlær best sem síðast hlær, og í dag var það ekki ég. Þetta gerðist nefnilega fyrir mig, og nú eru öll nærföt og sokkar í mjög hallærislegum, neonbleikum lit. Það sem var appelsínugult er nú laxableikt. Ég mun því ganga um götur borgarinnar líðandi eins og risastórum sykurpúða, bleik nærfötin munu gegnsýra sálarlíf mitt þar til á endanum ég neyðist til að vera kvenleg. Djöfulsins.
Jæja, nú er ég stoltur eigandi hakkýsakk bolta. Hann var keyptur á götumarkaði úti í Danmörku. Hann heitir Þórbergur í höfuðið á Þórbergi Þórðarsyni sem skrifaði Ofvitann. Hann er upplitaður, skítugur og linur og mér þykir afskaplega vænt um hann.
jæja... hvert var ég komin?
Ég ætla að byrja á því að starta nýjan "fastan lið". Bloggari "vikunnar". Þar sem bloggmetnaður minn hefur hinsvegar að nokkru leyti dvínað, í takt við eril og annasemi, þá ætla ég að taka það inn í reikningin að bloggið mitt er ekki, og mun aldrei verða reglubundið. Því mun þetta ekki kallast bloggari vikunnar heldur bloggari líðandi stundar. Kapeesh? Good.
Eg get ekki talad lengi. Eg er i danskri matarveislu, sem er frekar surt. Vid fengum orsnogga pasu sem eg notadi til ad skjotast i tolvuna. Kjaninn eg. Svo tad ma gera rad fyrir ad eg muni hætta fyrirvaralaust. Fun stuff. Danirnir hafa hraunad algerlega yfir tonlistina okkar og sett a einhverja lyftutonlist. Tau komu med pasta og pizzur og kjotbollur i veisluna en vid vorum skikkud til ad koma med (uppstufslaust) hangikjot og flatkokur, svo nu halda tau ad vid seum hinir mestu villimenn. En tad eru i raun tau sem eru villimennirnir, teym er leyft ad kaupa afengi at the tender age of 15 svo tau eiga tad til ad hella sig dulitid full. Tau hafa nu tegar sogad med ser nokkra ur okkar flokki nidur i hyldipid. Nei nu yki eg, tau eru vænstu skinn. Eg hef hinsvegar hugsad mer ad................ verd ad fara. To be continued