fimmtudagur, apríl 28, 2005

netkaffihúsadrusla

Ég er á kaffi hljómalind, gagngert til að komast á netið. Svo er ég bara að blogspot og msn tussast og kemst ekkert áfram.
Það er samt miklu, miklu skemmtilegra að blogspot og msn tussast á eigin tölvu.
Vá, ég man ekki einu sinni hvað ég ætlaði að blogga um.

annars ef það er einhver sem getur sagt mér afhverju allt indexið á bæði blogger og mr emailinu mínu er á fokking víetnömsku mun sá hinn sami eiga miklar þakkir skildar

Hendi að lokum inn mynd af bandarískum busastrákum.

|

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Kúkum á kerfið

Ég er búin að vera að ferðast á útrunnu rauðu korti í heila viku, anarkistinn sem ég er.

|

mánudagur, apríl 25, 2005

Bóas

Ég var að fá mér makka. Sennilega stærsta fjárhæð sem ég hef greitt út í einu lagi alla mína ævi en hvað um það. Ég er nú þegar byrjuð að bomba inn öllum diskunum mínum á hann og smellt einum MissRiel límmiða á hann, sem ég reif svo strax af aftur. Ekkert er nógu gott fyrir hann Bóas minn. Hann heitir sumsé Bóas og ég elska hann.

gúglari dagsins:



Dúkkar upp þegar maður gúglar Bóas

|

sunnudagur, apríl 24, 2005

öss

Móðir mín elskuleg vakti mig í morgun og hálfflissaði setningar eins og "Carpe Diem" og "lifðu lífinu lifandi, Klara!". Ég útskýrði á nokkuð hellisbúalegan hátt að klukkan væri 7 á sunnudegi og 7 á sunnudegi þýddi sofitími. Svo spurði ég hana kurteislega hvort hún væri sadisti. Þá lét hún sig, en dró mig svo í sund klukkan 8.



fengið af síðunni mother daughter clipart. Wtf???

|

laugardagur, apríl 23, 2005

Procrastination (frestunarárátta)

Gúgl mynd dagsins:


leitarorð; procrastination

Ég er í algerlega absúrd vítahring. Ég "get ekki" byrjað að læra fyrr en ég hef farið í sund. Ég get ekki (og það er reyndar rétt) farið í sund fyrr en ég er búin að klæða mig. Og þegar ég fer inn í herbergi til að klæða mig rek ég augun í námsbækurnar, fæ samviskubit og fer í tölvuna til að ná í Egils sögu glósur. En fyrst ætla ég bara að tékka á eeeeeiinni enn bloggsíðu. Nauh, hún er með link á bloggsíðu hjá manneskju sem ég vissi ekki að bloggaði. Brjálað!...
...and the saga continues.

Neibb, nú er ég hætt! Andskotakornið, ef ég klára ekki Egils sögu í dag má ég hundur heita og sá fyrsti sem böstar mig við að svíkjast undan á inni hjá mér ís. Eða nammi. Eða bara eitthvað. Ég ætla hvort eð er ekkert að svíkjast undan!


P.S.


Jessss

|

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Orfeus og evridís



Eftir að lagið hafði klárast sátum við báðar hálfundrandi í bílnum og slökktum svo á útvarpinu. Ekkert lag var að fara að toppa þetta. Það lætur mann langa til að vera ljóðskáld

Gúgl mynd dagsins:


Þar sem platan heitir nú á annað borð á bleikum náttkjólum.

|

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Greip og Guðmundur

Af hverju eru allar folk.is bloggfærslur miklu lengri en blogspot færslur? Ég var búin að skoða nokkrar slíkar, hjá æstum rithöfundum sem beinlínis gubba út úr sér áhugaverðum pælingum á meðan ég hendi í mesta lagi fram örlitlum kanarífuglshnerra (geta kanarífuglar annars hnerrað? (heh aulabrandari túkall).
Þegar ég var lítil vorum ég og pabbi með samning sem gekk út á það að ég fengi tíkall fyrir hvert skipti sem hann segði aulabrandara. Svo hættum við þessu þar sem hann sagðist vera að fara á hausinn. Það fannst mér skemmtilegt.

Það pirrar mig rosalega hvað sumir eru eitthvað fjarlægir manni. Manneskjur sem manni finnst kannski sérdeilis áhugaverðar, en sökum skorts á sameiginlegum vinum, sameiginlegum hangout stöðum o.s.frv. þá fær maður aldrei séns til að spreyta sig. Svo eru aðrir sem maður myndi undir öðrum kringumstæðum líklega aldrei vingast við en neyðist til að vingast við af einhverjum ástæðum. Það er eiginlega bæði kosturinn og gallinn við MR, til dæmis. 800 og eitthvað manns. Maður mun aldrei hafa tíma til að kynnast öllum, sama þótt maður skrópi í öllum tímum og sofi barasta ekki baun. Þaðan af síður ef maður ætlar svo að rækta kynnin við einhverja sem eru manni að skapi. Þá hefur maður kannski ekki aaaalveg tíma fyrir merkingarlaust small-talk við hina 750. Þetta gerir það svo að verkum að maður velur sér vini, velur sér vinahóp, finnur þá sem manni líkar mest við og hugsar ekki um hina. Það er að vissu leyti ótrúlega fínt, allir vinir manns með svipuð áhugamál, markmið í lífinu, tónlistarsmekk o.s.frv. Allavegana eitthvað sameiginlegt.
En svo hefur maður tekið eftir því, að bestu vinirnir, sálufélagarnir, vega hvorn annan upp. Pabbi var rólegi maðurinn á heimilinu, akkerið, svolítill Sviss í sér (hvaða kyn og tala er sviss annars?). Mamma er kannski meira...tjah Frakkland. Blóðheit, skapmikil, vill vel en á fáránlega auðvelt með að fara bara í fýlu. Þannig var þetta bara, þetta dró úr spennunni í loftinu.

úff hvað ég get verið væmin.

Tónlist stundarinnar:
Hvar er Guðmundur - Johnny Poo
Such great heights - Postal service
There are your friends - Adem

gúglmynd dagsins:


af því að ég er að borða greip

síjú, er að fara í bíó í fyrsta skifti í 3 mánuði
úje

|

þriðjudagur, apríl 19, 2005

...framhald

Biðst afsökunar á síðustu. Hún var skrifuð í biturð og einmanaleika.

Kvöldið endaði svo ágætlega. Einar brosti við öllu og öllum og var hress að vanda, við borðuðum piparmyntu ístertu sem var gómsæt og svo rústaði mamma pleisinu þegar hún tróð upp við píanóundirleik og söng klúrar breskar drykkjuvísur. Af öllum vísum. Af öllum konum. Vegir hennar eru órannsakanlegir.

|

mánudagur, apríl 18, 2005

ojæja

í dag er liðið slétt ár frá því að pabbi dó. Í tilefni af þessum tímamótum hefur mamma grillað óeðlilegt magn kjúklings og boðið ömmu, systrunum og co til herlegheitanna. Kvöldinu verður svo varið í tilfinningaríkt "skál" og almenn vandræðalegheit

djöfull hata ég þetta

|

sunnudagur, apríl 17, 2005

kjánaprik

aaafar fróðlegir tónleikar í gær. Mér leið dálítið eins og þara í síldardós. Gerði mig að fífli fyrir framan manneskju sem hafði líklega ekki hátt álit á mér fyrir
sjitt hvað ég er mikill dúfus.
Nú er ég að horfa á gömlu konuna við hliðina skvetta vatni úr skál á svölunum sínum. Einu sinni var hreiður á svölunum hennar. Þá kom ég oft í heimsókn. Ég held hún þekki mig ekki lengur, sennilega þekkti hún mig ekki heldur þá, en hvernig getur maður neitað lítilli bollu með spékoppa um að skoða þrastarunga.
Var ananrs að vinna í dag. Þá talaði ég af mikilli sannfæringu við kerrustrákana um jafnrétti milli stráka og stelpna. Svo gat ég ekki einu sinni ýtt kerrustafla. En þær voru nú helvíti margar.

|

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Vá maður

ég held barasta að ég hafi aldrei á ævinni höstlað. Ekki einu sinni reynt. Ég veit ekki einu sinni hvernig það er framkvæmt. brrrjááálað!

færslu þessa skal ekki túlka með nokkrum hætti á þann veg að nú leiti ég logandi ljósi að maka og muni ekki sátt við una fyrr en hið fullkomna genamengi er fundið. En fólkið í vinnunni er allt svo brjálaðir höstlerar og með auknum fjölda vakta sem ég hef tekið er ég í auknum mæli farin að fíla mig eins stelpan í bandarísku bíómyndunum sem hafði alltaf bara áhuga á bókum og plötum. Flestir í vinnunni hlusta á Creed og eiga bíla og langtímakærasta/kærustu. Meira að segja liðið á mínum aldri.

|

miðvikudagur, apríl 06, 2005

my playground love

Ég er sífellt að uppgötva á mér marbletti sem ég vissi ekkert af. Oftar en ekki er ég að klæða mig og á daginn kemur að fótleggirnir mínir eru ekki ósvipaðir laufblöðum að hausti. Kannski er ég ofurhetja á kvöldin. Kannski er ég bara klaufsk og merst auðveldlega.

Ég er að passa Einar. Ég hélt aldrei að ég gæti varið löngum stundum, algerlega andaktug, við að horfa á einhvern rumska.

|