Af hverju eru allar folk.is bloggfærslur miklu lengri en blogspot færslur? Ég var búin að skoða nokkrar slíkar, hjá æstum rithöfundum sem beinlínis gubba út úr sér áhugaverðum pælingum á meðan ég hendi í mesta lagi fram örlitlum kanarífuglshnerra (geta kanarífuglar annars hnerrað? (heh aulabrandari túkall).
Þegar ég var lítil vorum ég og pabbi með samning sem gekk út á það að ég fengi tíkall fyrir hvert skipti sem hann segði aulabrandara. Svo hættum við þessu þar sem hann sagðist vera að fara á hausinn. Það fannst mér skemmtilegt.
Það pirrar mig rosalega hvað sumir eru eitthvað fjarlægir manni. Manneskjur sem manni finnst kannski sérdeilis áhugaverðar, en sökum skorts á sameiginlegum vinum, sameiginlegum hangout stöðum o.s.frv. þá fær maður aldrei séns til að spreyta sig. Svo eru aðrir sem maður myndi undir öðrum kringumstæðum líklega aldrei vingast við en neyðist til að vingast við af einhverjum ástæðum. Það er eiginlega bæði kosturinn og gallinn við MR, til dæmis. 800 og eitthvað manns. Maður mun aldrei hafa tíma til að kynnast öllum, sama þótt maður skrópi í öllum tímum og sofi barasta ekki baun. Þaðan af síður ef maður ætlar svo að rækta kynnin við einhverja sem eru manni að skapi. Þá hefur maður kannski ekki aaaalveg tíma fyrir merkingarlaust small-talk við hina 750. Þetta gerir það svo að verkum að maður velur sér vini, velur sér vinahóp, finnur þá sem manni líkar mest við og hugsar ekki um hina. Það er að vissu leyti ótrúlega fínt, allir vinir manns með svipuð áhugamál, markmið í lífinu, tónlistarsmekk o.s.frv. Allavegana eitthvað sameiginlegt.
En svo hefur maður tekið eftir því, að bestu vinirnir, sálufélagarnir, vega hvorn annan upp. Pabbi var rólegi maðurinn á heimilinu, akkerið, svolítill Sviss í sér (hvaða kyn og tala er sviss annars?). Mamma er kannski meira...tjah Frakkland. Blóðheit, skapmikil, vill vel en á fáránlega auðvelt með að fara bara í fýlu. Þannig var þetta bara, þetta dró úr spennunni í loftinu.
úff hvað ég get verið væmin.
Tónlist stundarinnar:
Hvar er Guðmundur - Johnny Poo
Such great heights - Postal service
There are your friends - Adem
gúglmynd dagsins:
af því að ég er að borða greip
síjú, er að fara í bíó í fyrsta skifti í 3 mánuði
úje