þriðjudagur, desember 30, 2003

Heilbrigðikerfið... fuff!

Vildi bara skjóta því inn að mamma mín er fáránlega mikill sjúkraþjálfari! Systir mín er með nýja kærastann í heimsókn. Hann er læknanemi, og nú eru hann og mamma búin að skella sér í heitar samræður um uppáhalds vöðvana sína (í fræðilegum skilningi, að sjálfsögðu) og hvernig beri að segja þá og stafa á latínu. Þetta er mikil upplifun!

|

Vaknaði í morgun, frekar sjúskuð eftir að hafa dreymt pöddur í alla nótt. Fyrstu 20 vökumínúturnar var ég ekki enn alveg búin að jafna mig og haldin ofsóknarbrjálæði sá ég pöddur í hverju horni. En ég lét ekkert stöðva mig og náði að jafna mig, svona að mestu.... Ég gekk inn í eldhús og tók þar nokkra danstakta við undirspil tónlistar foreldra minna. Þar sem þetta var barrokktónlist eftir Bach fattaði ég fljótt hversu hjákátleg ég hlyti að vera hætti ég þessu hið snarasta. Svo fékk ég mér morgunmat.
Ég eignaðist vin í dag. Þannig séð ekki nýjan vin, en ég fékk það staðfest að viðkomandi er vinur minn, ekki bara einhver náungi sem maður á það til að rekast á og heilsa. Alltaf skemmtilegt.
Talandi um vini, þá hef ég mikið verið að pæla í vinsældum og kunningsemi. Ég er engan veginn týpa sem reynir sífellt að falla í kramið til þess eins að hafa hærra álit á sjálfri mér (at least, I'd like to think I'm not). En það er náttúrulega alltaf gaman að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini. Þetta hefur verið mikið krossför hjá mér eftir að ég byrjaði í MR, því þegar maður kemur úr sérlega andfélagslegum 45 nemenda skóla þá er ótrúlegt hvað það getur glatt mann mikið að þekkja helling af fólki á lækjartorgi.
Ég upplifði Landakot svona: (án allrar móðgunar við allt skemmtilega fólkið sem þar var einnig, og án þess að ég sé að hallmæla þeim sem höfðu virkilega gaman af því að vera á þessum stað)
Í bekknum okkar voru 20 krakkar. Þar var andrúmsloftið mjög fínt, svona að mestu, en klíkuskapur var mjög algengur. Það get ég svosem ekkert dæmt, ég tók alveg jafn mikinn þátt í því og allir hinir. Þannig var bekkjarsamfélagið bara. Hinir bekkirnir voru frekar mikið undan seilingar. Maður átti ekkert sameiginlegt með þessum krökkum, því einu samfélögin sem virkilega mynduðust voru bekkirnir. Það var ekkert leikfélag, enginn kór, engin skreytinganefnd, ekkert til þess fallið að efla samkennd nemenda. Ef maður heilsaði aðila úr öðrum bekkjum á götu (ef hann var ekki einn af þessum nokkru vinum sem maður átti í þeim bekkjum) þá roðnaði viðkomandi og leit niður. Ótrúlega fyndið að stríða þessu fólki!
Núna er ég alveg ótrúlega þakklát fyrir að hafa möguleika á að kynnast 813 manneskjum (!!!), í stað 50. Það er náttúrulega frekar lítill möguleiki á að ég nái að kynnast öllum þessum manneskjum, en bara að GETA kynnst svo mörgum finnst mér alveg stórkostlegt. Ég vildi að sólarhringurinn væri lengri, því mig langar að þekkja hvern og einn einstakling, að minnsta kosti með nafni. Þetta eru dálítið hippalegar pælingar "hver einstaklingur er þess virði að þekkja" en að hugsa sér! Það eru 6 milljarðar af fólki í heiminum. Að hugsa sér hvers við förum á mis við! Á stundum sem þessum finnst mér það vera hrein tímasóun að sitja fyrir framan tölvuna.

|

mánudagur, desember 29, 2003

Fordómar

Ég lenti í frekar krassandi fordómaumræðu fyrir stuttu. Vinkona mömmu minnar (sem hefur reyndar verið þekkt fyrir að vera frekar yfirlýsingaglöð - sem dæmi má nefna að þegar ég var við það að vera hækkuð um bekk sagði hún mömmu fyrir framan mig, 9 ára barnið, að ég myndi pottþétt aldrei bera þess bætur, félagslega) staðhæfði að innan nokkurra ára þá myndu Íslendingar gera uppreisn gegn innflytjendum, vegna þess hversu ört íslensk menning færi dofnandi. Þetta finnst mér reyndar soldið fáránleg tilhugsun, því í fyrsta lagi eru það ekki innflytjendurnir sem eru að valda hvað mestri alþjóðavæðingu í íslensku samfélagi, ég sé ekki betur en að það séu erlendir miðlar, lesmiðlar, sjónvarp, kvikmyndir, svo ekki sé minnst á matinn og varninginn! Maður getur ekki beinlínis sagt að Íslensk menning hafi orðið fyrir sérlega miklum tælenskum áhrifum, né pólskum, og þannig mætti lengi telja. Þannig held ég varla að brjálaður íslenskur múgur væri svo firrtur öllu raunsæi að rísa upp gegn þessum þjóðfélagshóp vegna þess hversu mörg ungmenni sletta ensku.
En þessi staðhæfing leiddi til nokkuð heitra umræða. Það yrði nokkuð langt blogg að rekja þær allar hérna en það sem mér fannst merkilegast var hversu margir hófu setningar sínar á "ég er ekki rasisti fyrir að segja þetta en.....". Það eru allir ótrúlega hræddir við það að vera álitnir rasistar. Ein stelpa sem ég þekki býr úti í London og hún sagðist hafa tekið eftir því að þegar hún gekk um göturnar og mætti einhverjum af öðrum kynstofni þá vék hún alltaf. Hún gerði það án þess að hugsa. Svo tók hún allt í einu eftir þessu og ákvað að prufa að víkja ekki. Þann daginn lenti hún í því margsinnis að labba næstum á svertingja. Því sagan hefur sett allt í svo miklar öfgar. Hvítir menn völtuðu yfir svertingjana áður fyrr, og nú vilja þeir ólmir sanna að þeir séu ekki eins, ekki sömu níðingarnir og forfeður þeirra. Svertingjar voru barðir niður og niðurlægðir og nú einkennir þá eitthvað "þú valtar sko ekkert yfir mig!" viðhorf. En allt er þetta rasismi.
Rasismi er ekki bara það að lemja einhvern bara út á litarhátt. Rasismi er einfaldlega að setja einhverja manneskju í ákveðinn kassa eftir litarhætti og hegða sér öðruvísi gagnvart henni en öðrum. Rasismi er ekki bara það að ráða ekki svarta (ég tek svarta sem dæmi, en þetta á við um öll þjóðarbrot) í vinnu, heldur einnig að stunda jákvæða mismunun. Rasismi er það að þora ekki að horfa í augun á svarta manninum vegna þess að maður óttast að hann misskilji það sem rasisma. Rasismi er sú staðreynd að það er til hellingur af gamanþáttum um heimska, feita, hvíta manninn, því hann er sá eini sem gera má grín að án þess að vera tekinn í gegn fyrir mismunun gegn þjóðfélagshópum.
Við gerum grín að okkur sjálfum. Svertingjar gera eflaust grín að sjálfum sér. Svertingjar gera pottþétt grín að okkur. Felst því ekki ákveðinn rasismi í því að mega ekki gera grín að þeim? Þá er með því verið að segja að þeir séu eitthvað öðru vísi. Ég er ekki rasisti, því ég aðlaga ekki viðmót mitt gagnvart manneskju eftir litnum á húðinni. En ég veit ekki hvernig þetta verður þegar ég kemst út í hinn stóra heim.

--------------------------------------------------

Anyone have an opinion?

|

sunnudagur, desember 28, 2003

Two naked chicks in a waterfight

Ég vil nota þetta tækifæri til að lýsa undrun minni á nýjasta Skítamórals-myndbandinu. Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég ekki hafa séð þennan hrylling en þar sem ég var með gubbupest lá ég uppi í sófa allan gærdaginn og glápti á sjónvarpið og las bækur. Ég var sumsé að horfa á sjónvarpið þegar þetta myndband kom í gang. Ég rétt náði að horfa á fyrstu 20 sekúndurnar þar sem ógleðin ágerðist bara við að hlusta á svona lélega tónlist. Svo skipti ég um stöð. Það sem ég hinsvegar náði að sjá var eftirfarandi: Fyrstu taktarnir eru að byrja, með tilheyrandi mmm yeah hljóðum frá söngvaranum. Gella er að klæða sig í karatebúning. Það er sosum gott og blessað. Greinilega einhver viðleitni til að sýna hinn sterka kvenmann hjá þeim. Bara gaman, hallærislegt, en gaman. Hinsvegar er stelpan svo mikið máluð, með svo vel snyrtar og langar neglur og svo gífurlega plokkaðar augabrúnir að effektinn verður minna "sterk kona" og meira "vændiskona í roleplay". Eftir þetta var tónlistin farin að ofbjóða mér svo mikið, enda er ég lítill Skímó-aðdáandi að ég skipti um stöð.
Stuttu síðar ákveð ég að blogga um þetta málefni. Þar sem þessar fyrstu 20 sekúndur eru frekar þunnur þrettándi, og það væri fordómafullt af mér að skammast út í allt myndbandið byggt á þeim sekúndum, verð ég víst að horfa á allt myndbandið. Það gerði ég í morgun.
Karategellan, jújú, mætt á svæðið, tekur nokkra kýl-út-í-loftið takta.... En svo hefst gamanið. Gellan klæðir sig úr karategallanum. Undir leynast nokkuð siðsamleg nærföt, allt innan velsæmismarka. Svo fer hún að bera á sig olíu og sparar ekkert til, minnir á vaxtarræktarkall á sínum stærtu keppnisstundum. Eftir þetta verk stekkur hún upp í litla sundlaug hálffulla af vatni, þar sem hún mætir annarri hálfnakinni, olíuborinni ljósku. Gaur í dómarabúning (sennilega með í roleplay-pakkanum) sem stendur við laugina blæs í flautu og þá byrja stúlkurnar að glíma. Þetta er fremur subbó slagur, þær eru jú olíubornar og alles. Gamanið fer heldur að kárna þegar önnur ljóskan nær að rífa hina úr toppnum. Stendur hin þá berbrjósta og ægilega móðguð og ákveður að greiða í sömu mynt. Svo halda þær áfram að kýtast, berbrjósta og blautar, þar til önnur nær að rífa hina úr brókinni og þá hefur hún víst unnið, dómarinn lyftir hendi hennar, veifandi naríunum, á loft og hin gellan liggur nakin eftir í sundlauginni, obboslega tapsár.
Ég gapi náttúrulega bara. Hvílíkur söguþráður! Og tónlistin!
Ég opna augun! Dararararíra! Ég opna augun! Dararararíra Hvílík andagift! Ég stend föst í þeirri trú að þeir (þá á ég við Skímó) hafi bara rumpað þessari tónsmíð af til að hafa afsökun til að ráða tvær glæsipíur til að fara í léttklæddan vatnsslag. Djöfull hlýtur það að vera gaman að vera tónlistarmaður!

|

laugardagur, desember 27, 2003

Aumingja, aumingja heimurinn

Það eru rétt tæpar tvær vikur í að Anna Margrét fari í sinn fyrsta ökutíma. Samkvæmt raunsæju sjálfsmati Önnu Margrétar er þetta eins og að láta fjöldamorðingja fá veiðihníf. Það er nú þegar vitað að hún mun keyra yfir eitthvað, spurningin er bara hversu stórt það verður. Ormur.... neinei, köttur.... neinei, stór hundur..... ef til vill. Það telur Anna altént. I however am betting on a horse. Better yet, an elefant! Þetta gæti orðið ljótt! Og til að gera málin verri mun litli brjálæðingurinn minn ekki aðeins keyra á venjulegum fólksbíl, oseisei nei. Málin væru í skítsæmilegum farvegi ef það væri staðreyndin. Lítill skriðþungi, minna högg. En neeei, pabbi hennar hefur ákveðið að kaupa sér jeppa! Dude, you just handed a machine gun to the mass murderer! Eitthvað verður að láta sig, að öllum líkindum verður það ljósastaur eða þaðan af verra. There are no safe places anymore!

Í ljósi þessara skelfilegu tíðinda verður áttuspurning dagsins:
?: Mun Anna klessukeyra jeppann á fyrstu viku æfingaleyfis?
!: probably

Gott að maður á raunsæja áttukúlu til að forða sér frá þessum ósköpum!

|

hmmm

hmmmm

|

Nátthrafnar og annað skemmtilegt

Ég er nátthrafn. Allar mínar stærstu og virkustu hugmyndir koma á næturnar. Það er eins og skyndilega, þegar klukkan er svona u.þ.b. eitt, ef ég er ekki farin að sofa fyrir þann tíma, fá heili minn eitthvert rafstuð og hrökkvi í gang. Nema ef ég hef drukkið bjór. Ég drekk aldrei mikinn bjór en einn bjór nægir til að stöðva rafstuðið og ég verð þreytt og andlítil. En annars byrja ég að blaðra og blaðra af öllum lífs og sálar kröftum um heimspekileg málefni og atburði líðandi stundar. Mín kenning er að allir búi yfir þessum eiginleika, en það sé misjafnt hversu lengi þarf að vaka áður en rafstuðið kemur og hversu virkur viðkomandi almennt er, sem svo segir til um svefnþörf hans og daglega þreytu. Mín mörk liggja til dæmis um eittleytið. Hinsvegar gagnast það mér ekki alltaf, því ég er oft sofnuð fyrir þann tíma. En altént, þetta útskýrir ýmislegt, til dæmis afhverju náttfatapartý eru svona skemmtileg. Þá er maður nefnilega í góðra vina hópi og hefur einhvern að tala við og svo endar með að allir eru á einhverju virkniflippi og upp af því spinnast ýmsar áhugaverðar samræður.
Hinsvegar er klukkan ekki orðin eitt, og því er þetta blogg aðeins til þess fallið að tefja tímann þar til rafstuðið loks kemur. Ég er sú eina sem er vakandi, og hefur það sína kosti og sína galla. Kostirnir eru að sjálfsögðu að maður getur sprangað um óséður, hlustað (lágt, reyndar) á bollywood-tónlist, krassað (því maður teiknar ekki almennilega á virkniflippi hefur ekki þolinmæðina í það) og jafnvel gatað á sér neglurnar! Ég fékk nefnilega öfgafullt manicure sett frá Önnu Margréti. Þar getur maður gatað á sér neglurnar eða sett á þær tatoo. In other word, you can compound all your rebellion onto one fingernail!
Gallarnir eru hinsvegar þeir að í fyrsta lagi hefur maður engan til að deila firrunni með. Í öðru lagi verður maður að vera hljóðlátur í brjálæðinu, sem takmarkar möguleikana. Kannski ég ætti bara að fara að sofa...... ég hef þrjár mínútur...

-----------------------------

Ó, og meðan ég man:
Áttuspurning dagsins: Mun skautaferðin á mánudaginn algerlega floppa?
Áttusvar: Are you kidding?

Ég er engu nær

En talandi um.... Ef svo furðulega vill til að einhver skuli vera að lesa þetta, þá er viðkomandi hérmeð boðin(n) í (vonandi) fjölmenna skautaferð sem farin verður í skautahöllina á mánudag næstkomandi, sennilega uppúr 2

|

fimmtudagur, desember 25, 2003

Jól o_0

Jólin eru komin. Dagurinn í dag hefur runnið sitt skeið óvenju hratt, klukkan er orðin tuttugumíndurí þrjú og mér finnst hann rétt vera að byrja... Ég held að ég sé nokkuð skrýtin manneskja, í það minnsta að almenningsálitið telji mig skrýtna manneskju, því ég fékk óheyrilega mikið af skrýtnimanneskjudóti og svo dót frá fólki sem veit ekki hvað það á að gefa skrýtnu manneskjunni og gefur henni því þetta klassíska, nammi, kerti, ilmgums o.s.frv. Og baðdót! ég fékk alveg óheyrilega mikið af baðdóti!!! Ég á nú tveggja ára birgðir af baðsöltum, freyðibaði, sápum, baðkúlum, þurrkuðum blómum og svona ilmkertum til að skella á baðbrúnina og gera stemmninguna viiiirkilega kósý. Baðdót er sosum ágætt, en mig er farið að gruna að ég sé annaðhvort óskaplega illa lyktandi eða að fólki finnist ég eitthvað súper stressuð. Æ, maður á ekki að leggja alltof mikla túlkun í gjafir...
Annars bar hæst að ég fékk alveg stórkostlegt day-by-day calendar með Garfield, sem bjargar alveg lífi mínu eftir að grettirinn var fjarlægður úr mogganum. Nú get ég haldið áfram að byrja hvern dag á góðum garfieldbrandara, allavegana út árið 2004! Svo fékk ég 8ball, svona kúlu sem maður hristir og fær svör uppúr. Ægilega gaman. Svo er ég orðin vel birg af indverskri kvikmyndatónlist, því ég fékk ekki aðeins doob-doob-a-rama heldur einnig doob-doob-a-rama 2!!!! Eins og ég segi... ætli ég sé ekki nokkuð skrýtin manneskja....
Jólaandinn hefur samt ekki alveg komið yfir mig, því miður.... Ég spóka mig samt hin hressasta í loðnum bleikum sokkum og tweety bol (einnig bleikum, og glitrandi - jólagjöf, nb) úttroðin af góðum mat og sé fram á það að ilma vel næsta áratuginn! En jólin voru skrýtin í ár, eftir allt það sem yfir hefur gengið. Til dæmis gleymdist alveg að reka mig í herbergistiltekt, og helmingurinn af laufabrauðinu er ennþá ósteikt inn í ísskáp. Ég man einhvernveginn alltaf eftir jólunum sem einhverri hátíðarstund þar sem maður mátti vart mæla af ótta við að spilla kyrrðinni sem kemst yfir allt. Í þetta skipti stakk ég hinsvegar af milli rétta og skellti mér upp í óumbúna rúmið í ótiltekna herberginu og las nokkra kafla í Ísfólkinu (ekki dæma mig, það er bannsett rugl, en merkilega ávanabindandi). Æ... þetta er ekki blogg sem nokkur vill lesa á jólunum, en það les þetta heldur enginn.... það er ágætt, þá getur maður skrifað óáreittur um hvað sem maður vill (*setur upp prakkarasvip*)
Vonandi kemur jólaandinn yfir mig von bráðar
Gleðileg jól!

|

þriðjudagur, desember 23, 2003

Litlabarnið

Mér blöskraði í dag. Dagný (systir mín) er komin til landsins til að verja jólunum með familíunni. Það er sosum allt gott og blessað. Það sem verra er er hinsvegar að hún virðist hafa fengið það sjálfskipaða hlutverk að vera móðir mín. Þetta gerir alveg heilar ÞRJÁR mömmur, Mamma mamma, Ólöf (systir mín, 23 ára) mamma, og Dagný (27 ára) mamma. Svona er það að vera litla barnið í fjölskyldunni. Kringumstæðurnar sem urðu til þess að mér blöskraði voru hinsvegar þessar: Dagný kemur í heimsókn. Dagný fer inn á salernisaðstöðuna. Inni á salernisaðstöðunni er að finna óhrein föt liggjandi í hrúgu eftir sturtuferð Ólafar fyrr þennan dag. Ólöf er ekki heima. Þar sem Ólöf er ekki heima er þetta víst mér að kenna. Fyrst ég var nú heima, þá hefði ég alveg getað tekið þetta upp. Ég bendi Dagnýju réttilega á að þar sem ég hefði ekki lagt leið mína inn á salernaðstöðuna síðan umrædd sturtuferð átti sér stað, hefði ég einfaldlega ekki séð fatahrúguna, og því ekki hvarflað að mér að fjarlægja hana. Þá tekur hún til bragðs að skamma mig fyrir klósettpappírsleysi á salernisaðstöðunni. Ég bendi Dagnýju, einnig réttilega, á að ef ég hefði lagt leið mína á salernisaðstöðuna þá hefði ég sennilega tekið eftir klósettpappírsskortinum, an þar sem því væri ekki að skipta, þá væri þetta heldur engan veginn mér að kenna. Þetta gerir Dagnýju mjög reiða, nú hefur hún engan blóraböggul, því ég er jú eina manneskjann á heimilinu sme er ekki orðin lögráða, og er því réttdræp hvað nöldur og skammir varðar, mikil ósköp, þau hafa reyndar lögbundinn rétt til að skamma mig. Dagný strunsar út af salernisaðstöðunni, en ekki fyrr en hún hefur staðið yfir mér meðan ég sæki meiri klósettpappír og tek fötin upp.
Hálftíma seinna rekur Dagný upp skaðræðisöskur, það eru tveir kaffibollar á eldhúsborðinu sem þarf að ganga frá! Þetta er að sjálfsögðu líka mér að kenna, og er ég sett í verkið hið snarasta. En Dagný mín, elsku Dagný mín.
Ég drekk ekki kaffi!

|

sunnudagur, desember 21, 2003

Jóladoði

Maður hlýtur að mega vera dálítið niðurdreginn stundum. Núna eru að koma jól og allir eru á spani með pinnstíf bros á óaðfinnanlega glöðum og rjóðum andlitum. Er ég sú eina sem finn ekki fyrir þessu? Mér finnst eins og það sé brjáluð krafa á mér um að vera svaka hamingjusöm og ég finn það bara ekki hjá mér. Alla venjulega daga þá má maður vera í hvernig skapi sem manni sýnist. Jújú, mamma mun nöldra við mann yfir að vera ekki nógu virkur við herbergistiltektir og slíkt, en maður kemst þó upp með að vera eilítið latur, ekki satt? Núna er maður nýskriðinn upp úr prófum, það eru 2 og 1/2 dagur til jóla og maður á eftir að kaupa allar gjafirnar, taka til í íbúðinni, skrifa jólakort, hitta þessa þrjátíuþúsund vini sem manni dauðliggur skyndilega á að hitta, halda mömmu góðri því hún er að fá taugaáfall, pakka inn jólagjöfum og þurfa að horfa uppá það að eiga pabba sem kann ekki lengur að brosa. Og allt í einu er eins og himinn og jörð séu að farast, klukkan tifar klukkan tifar, reddaðu málunum því það gerir enginn fyrir þig. Ég er ekki að rausa um þetta jólastress sem virðist svífa eins og faraldur um götur borgarinnar og gera alla, konur, menn og húsdýr, alveg bandbrjálaða, því ég stend fast í þeirri trú að maður sé sjálfur eins stressaður og maður leyfir sér að vera. Það er enginn (allavegana enginn sem ég þekki) sem mun erfa það við mann í lengri tíma að maður gaf þeim gjöf undir þúsundkalli. Það er enginn sem lítur niður á mann vegna þess að maður náði ekki að baka tólf-sortirnar. Það eru hvort sem er allir of uppteknir af sínu eigin stússi til að gefa því gaum hvort þessi eða hin sé viðunandi húsmóðir og eigi alltaf ótæmandi birgðir af vanilluhringjum og mjólk-út-í-kaffið. En allir eiga að vera svo hamingjusamir. Ef maður dirfist að vera ekki hamingjusamur, þá daufgar maður dýrðina, eins og eini nirfillinn í blokkinni sem tímdi ekki að fá sér seríuna sem allir hinir keyptu, svo nú er blokkin ægilega hallærisleg. Ég er sennilega mest niðurdrepandi bloggarinn á veraldarvefnum þessa stundina, en er eitthvað að því að vilja ekki vera glaður eftir pöntun?

|

föstudagur, desember 19, 2003

Tók próf á netinu, veit ekki af hverju....

You are too innocent and sweet for your own good.


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla

---------------------------

Oh, ain't this grand!

|

Framför!!!!

Góðar fregnir! Ég hef endurheimt getuna til að hnerra! Ég hef aldrei verið glaðari!

|

Klara.... ert þetta þú?

Ég gerði tilraun til að breyta bloggsíðunni minni úr klarzi.blogspot.com í klara.blogspot. com en komst þá að því að það var þegar upptekið. Forvitnin greip mig heljartökum og ég ákvað að tékka á þessari nöfnu minni. Komst ég þá að því að viðkomandi er sennilega frá einhverju slavnesku landi, og talar mál sem líkist óumflýjanlega pólsku eða tékknesku. Þetta finnst mér mjög spennandi.

----------------------------------

Skólaslit eftir sléttar 64 mínútur. Hef ekki enn klætt mig eða sýnt neina viðleitni til að ráðast á hárflókann. Þetta fær maður fyrir að sofa í 12 tíma! Mér finnst fríið vera að fara fyrir heldur lítið.
Ég er óheyrilega stressuð fyrir einkunnaafhendinguna. Þar sem ég hef hingað til aldrei verið með meðaleinkunn undir 9 (wtf???) þá grunar mig að mamma verði heldur óhress. Tjah, óhress skal hún þá vera, en ég er í engu stuði fyrir nöldurrimmu um að sýna ábyrgð og horfa til framtíðar. Nokkuð vanþroskað hugarfar, en hey, maður er víst bara ungur einu sinni. Þetta ætla ég að hafa í huga, og skella mér á sleða niður Arnarhólinn þegar veður (og móðir) leyfi. Hef ég til þessa verks fengið mikinn liðsafla svo þetta verður heljarinnar skrall

|

fimmtudagur, desember 18, 2003

Kvef í nefi

Ég bý yfir nokkuð undarlegum kvilla. Ég er nefnilega komin með flensu, en ekki venjulega flensu, onei! Þessi flensa lýsir sér í því að ég þarf alveg óstjórnlega að hnerra.... en svo hnerra ég barasta ekkert. Þetta er með því meira óþolandi af mannlegum eiginlegikum, það þekkja þetta flestir, þegar maður þráir fátt eins mikið og bara að fá að hnerra, en verða ekki að ósk sinni! En þetta gerist nú, í þessari flensu minni, um það bil 30 sinnum á dag. Auk þess virðist ég vera að kanna mörk þess hversu mikið er mannlega mögulegt að snýta sér. Ég vaknaði í morgun, með báðar nasir stíflaðar (eða stíbblaðar, eins og ástand mitt gerir að verkum) og másaði eins og meðvitundarlaus rostungur, því stór hluti öndunarfæra minna var í lamasessi. Þrátt fyrir stjórnlaust snýterí, virðist ekkert ætla að gefa sig, þetta er barátta upp á líf og dauða, og flensan er að vinna. Allt stefnir í að ég endi í hnipri í einhverju húsasundi, grátandi eins og smábarn sem hefur verið svipt snuðinu sínu. Þetta er semsagt mjög vægðarlaus flensa sem ræðst á sálrænt ástand mitt jafnt sem líkamlegt

---------------------

Ég var að átta mig á því að ég hljóma alveg ósköp svipað miðaldra konu sem nýtur þess að segja frá óförum sínum en þjáist í raun ekki af neinu öðru en sjálfsvorkunn.... :s

|

Rugludallur get ég verið

Ég var að finna gamalt bréf sem ég sendi Emmu... Við höfum það nefnilega fyrir sið að senda hvor annari email, og ég var búin að láta bíða alllengi eftir mínu, af þeirri einföldu ástæðu að ég var algerlega andlaus, og ekkert hafði á daga mína drifið! En ég hófst samt handa og þetta varð útkoman:

Dear Emma

We have bad news from the camp of Odaka. Due to the lack of knitting ornaments after weeks and weeks of isolation, most of our men appear to have lost their minds. This strongly confirms the result of our studies: "Are silly little time-waisting hobbies essential for mental health?" which were performed by our scientists last year. We have now sent some of our best spies to go and fetch some crossword puzzles from the nearest village, without attracting too much attention, you never know where the evil henchmen of the lord of Oahdeer (try reading that one out loud) may be lurching. As an example of this madness, a few of our finest warriors now refuse to speak a scentance without at least one german-oriented word, that generally doesn't fit into the scentance. You can imagine the chaos when the commanders shout: "Strenghten the gates, we never know when the wienerschnitsel might make its move!" Wienerschnitsels scare the shit out of our men, apparently.
Also, we really must do something about fellow Parser. Although his (well, what should we call it....?)....intensity has come it handy on several occasions, he is now pretty much crossing the line! He wants to set up a medieval torture chamber, in case we might take any prisoners. As you can see, this is an absurd suggestion, going against all we stand for, I'm sure fighting against the terrifying power of the rule of chessnerds and adding crocheting lessons to every school's teaching program is a noble mission, but doesn't require such desperate measures. Also suspect him of wanting this chamber more to his personal pleasure than the greater good..
Anyway, must dash, the spies are back and they brought this ADOREABLE knitting catalogue, must take a look before the wunderbar hits me too. CABIN FEVER AHHH

Write back soon with news from the highlands

Klara

--------------------------------

Ég verð að segja að miðað við ríkjandi andleysi hafi mér tekist ágætlega upp....

|